Guðdómlegir Doritoskjúklingaleggir!!

Þessi kjúklingur er algjört æði og mjög stökkur án þess að djúpsteikja.

Það sem þú þarft er:
1 bakki kjúklingaleggir
majónes
1 poki sweet chilli Doritos eða venjulegar maísflögur og kryddar þá meira
hvítlaukssalt
Cayennepipar/chilliduft
Olía og pappír eða eldunarsprey

Þú byrjar á því að mylja Doritosið niður, ég notaði mortélið mitt en það er líka fínt að ýta krukku niður á flögurnar þar til þú ert búin að mylja það hæfilega niður. Síðan setur þú kryddið útá og blandar vel saman.

Næst smyrðu leggina með majónesi og veltir síðan uppúr Doritosblöndunni og setur í smurt eldfast mót. Þetta er svo eldað á 200° með blæstri í 30 mín. borið fram með frönskum eða kartöflubátum

Verði ykkur að góðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Dröfn Möller

það getur verið svolítið erfitt og sóðalegt að borða þetta þannig að það getur verið betra að taka húðina að leggjunum áður en þið veltið þeim uppúr Doritosblöndunni

Eva Dröfn Möller, 21.3.2012 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband