Grillað Baguette sem forréttur eða aðalréttur

Þetta er alveg hrikalega gott bæði sem litlar snittur í forrétt eða bara heilt baguette í hádeginu eða kvöldmatinn. Ég kaupu ódýrt frosið hvítt Baguette í Bónus, þar færðu 5 baguette á um það bil 400 kr. Þú getur sett hvað sem er á þetta, þetta er er bara uppástunga að áleggi

Það sem þú þarft er:
1-2 Baguette, fer eftir því hversu margir eru að borða
pítsasósa
rifin ostur
ananas
skinka
Fetaostur
sólþurrkaðir tómatar
ólívur
beikon

Fyrst skerðu Baguettin langsum og smyrð með pítsasósu. Síðan setur þú Skinku, ananas og fetaost á annan helminginn og ólívur, sólþurrkaða tómata og beikon (yfir ostinn) á hinn. Síðan setur þú rifin ost yfir bæði brauðin.

Þetta setur þú í ofninn á 200°grill í um það bil 5-10 mín eða þar til þetta er orðið brúnt.

Ef þú ætlar að hafa þetta sem forrétt þá skerðu baguettin í 4 bita hvern helming eða bita sem eru sirka tveir munnbitar. Þetta er gott bæði heitt beint úr ofninum eða hálfkalt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband