Ný útgáfa af buffi og spæleggi

Þegar ég var lítil þá gerði amma oft stórt buff með kryddi og lauk ásamt brúnni sósu, spæleggi og kartöflum. Þegar ég ætlaði að gera þennan rétt í kvöld þá ákvað ég að breyta honum aðeins með grillinu. Þessi uppskrift er fyrir einn og svo er hægt að margfalda hana samkvæmt fjölda matargesta.
Það sem þú þarft er:

150-200 gr nautahakk
sirka 1 lauk/rauðlauk
kjöt og grillkrydd
2-3 sneiðar beikon eða hálfa lúku af kurli
1 bökunarkartöflu
salt og pipar

Ég byrja á því að krydda hakkið og blanda því vel saman, mér finnst best að klípa hakkið saman. Þeir sem vilja hafa þetta sterk geta sett cayenepipar eða ferskan fínskorin chilipipar eða jalapeno út í kjötdeigið. Næst fínskerðu laukinn og beikonið og blandar vel saman. Næst mótar þú góða kjötlummu úr þessu, ekki vera hrædd við að hafa hann þunnan eða þykkan það er bara smekksatriði.

Næst skerðu bökunarkartöfluna í þykkar sneiðar langsum. Gott er að miða við bilið á milli rimlanna í grillinu, það er ekki gaman að veiða sneiðarnar upp ef þær detta á milli. Næst raðar þú sneiðunum á disk og setur smá olíu og salt á báðar hliðar.

Best er að brúna kartöflurnar vel á grillinu og setja þær svo á efri grindina til þess að klára eldunar tímann. Þar sem sneiðarnar eru frekar þykkar og buffið líka þá borgar sig að setja þetta samtímis á grillið. Eldunartíminn er um það bil 15-20 mín, fer að sjálfsögðu eftir þykkt buffsins og kartöfluskífanna.

Þetta er svo borið fram með spæleggi, kaldri piparsósu og fersku salati/steiktum sveppum og brokkoli.

Þessa uppskrift er svo líka hægt að nota til þess að gera sína eigin hamborgara á grillið og verið óhrædd við að setja allskonar krydd og grænmeti í kjötdeigið.

það gæti verðið gaman að prófa mexíkótvist á þessu með því að nota burritokrydd og grillaðar paprikur eða bandarískt tvist með kjöt og grillkryddi, lauki, súrum gúrkum og ferksum tómötum.

Verði ykkur að góðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband