Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Fljótlegir hádegisréttir, lofa samt ekki að þetta séu heilsuréttir :D

Hér fyrir neðan ætla ég að setja inn nokkrar fljótlegar uppskriftir að hádegisréttum. Það er nú samt alveg hægt að borða þetta sem kvöldmat ef svo liggur á ykkur. En mér finnst stundum vera nauðsynlegt að fá sér góðan hádegismat en fá sér svo léttan kvöldmat á móti eins og súpu, skyr eða ristað brauð.

Núðlubrauð

Það eina sem þú þarft er:

1 pakki skyndinúðlur með kjúklingasoði

tvær ristaðar brauðsneiðar

2 egg

gott krydd, mér finnst kjöt og grill krydd best :)

þú byrjar á því að sjóða núðlurnar og spæla eggin. Mér finnst yfirleitt fólk ofsjóða þessar skyndinúðlur þannig að ég bendi á að það er meira en nóg að bíða eftir suðu, taka pottin af og láta bíða í 2 mín. Það fyrsta sem þú setur á diskinn eru brauðsneiðarna tvær, þú getur sett smjör á þær en mér finnst það óþarfi þar sem að soðið af núlunum bleytir það pínu upp og gefur gott bragð. því næst setur þú allar núðlurnar yfir brauðið þannig að þú sjáir ekkert nema núðlur á disknum. Næst seturu krydd yfir, ef þú ert mikið fyrir sterkan mat þá mæli ég með chilliolíu líka. Og síðast setur þú spæl eggin tvö yfir þetta allt saman. Þetta er síðan borðað með hnífi og gaffli, ég mæli ekki með að reyna að borða þetta sem samloku hihihi

Námsmannapasta/Verkamannapasta

Þessi réttur er tilvalin þegar það er lítið í ísskápnum vegna þess að á meðan þú hefur grunninn, smurost, mjólk/pítsusósu og krydd þá geturu breytt uppskriftinni í samræmi við hvað er til. en hér eru tvær uppástungur.

Rauð pylsusósa

Ég veit að ég hef sett inn pylsupasta áður en þetta er önnur útfærsla á sömu uppskrift.

Það sem þú þarft er:

Pítsusósa, það er í fínu lagi að nota úr flösku ef þú ert ein/einn

Toscanapylsur/sterkar Mexíkópylsur (má líka vera bara venjulegar vínarpylsur)

Parmesanost (ég nota bara þennan úr dollunni)

Rjómasmurost/smurost með sólþurrkuðum tómötum

Pipar, olíu og Lamb Islandia

Fyrst steikiru pylsurnar uppúr olíu þar til þær eru orðnar brúnar. Því næst seturu pístusósuna útá ásamt restinni af hráefninu og leyfir að bulla aðeins. Svo er bara að bíða eftir að pastað verði tilbúið

Hin pastasósan er rjómakenndari án þess að nota rjóma.

það sem þú þarft er:

Smurostur hvaða bragð sem þú villt, mér finnst það fara eftir gummsinu sem þú setur útí seinna

léttmjólk, bara smá dreitil

Svo getur þú sett það sem þér dettur í hug eða það sem er til í ísskápnum útí en hér eru nokkrar uppástungur.

beikon, paprika og laukur

kjúklingur, sætar kartöflur og baunabelgir

Það sem þú byrjar a því að gera er að steikja gumsið á pönnu með tilheyrandi kryddi ef þarf og olíu. Því næst setur þvú smá mjólk útá og slatta af smurosti og bræðir þetta saman.

Þetta er fyrir þá sem eru í átaki eða eru grænmetisætur

Gott salat er alltaf gott í hádeginu en stundum getur það verið frekar flatt að mínu mati, salat þarf að vera skemmtilegt en hérna eru tvö salöt sem gaman er að gera og borða :D

Kúrbítssalat

Það sem þú þarft er:

Einn kúrbítur (Zuccini)

Ferskt Spínat

Paprika

Rauðlaukur

Kirsuberjatómata

salt og pipar

Það sem mér finnst gott að gera er að grilla kúrbítinn, þú sneiðir hann niður í þunnar sneiðar langsum og kryddar með salti og pipar. Þú þarft ekki að hafa grill til þess að grilla kúrbít, það er alveg jafn fínt að nota samlokugrillið og þá þarftu ekki að setja olíu á hann áður :D Svo skerð þú niður restina af grænmetinu og setur í skál á meðan kúrbíturinn er að grillast. Þegar kúrbíturinn er til búin, komnar myndarlegar rendur á hann þá sker ég hann í minni ræmur og set efst á salatið Það er rosalega gott að snöggsteikja kirsjuberjatómatana og setja þá með kúrbítnum efst á salatið. Ef þú átt balsamikedik þá er það tilvalin dressing ef þú ert fyrir svoleiðis.

 Salat með ferskum ávöxtum

Þetta salat fékk ég hjá ömmu minni um daginn og hefði vel getað hugsað mér að borða það eitt og sér.

það sem þú þarft er:

Fersk jarðaber

Ferskt Mangó/niðursoðnar ferskjur

Lambhagasalat

Paprika

Agúrka

Vínber Græn/rauð

Þetta combó er æðislegt og þú þarft enga dressingu, þetta er allt skorið niður og sett í skál og svo bara moka þessu í sig :D

Svo í lokin vil ég koma með tvær hugmyndir fyrir þá sem nenna barasta ekki að elda neitt eða hafa fyrir matnum.

Í fyrsta lagi þá er rosalega gott að taka eina dós af túnfisk í vatni og setja BBQ sósu frá Hunt´s út á og hræra saman. Þetta er geggjað á ristað brauð með glasi af vatni eða sódavatni með sítrónu.

Í öðru lagi þá er rosagott að fá sér pítu eftir sínu eigin höfði án þess að borga augun úr. Það sem ég geri er að fara í Hagkaup og kaupa gróft pítubrauð og gott salat eða kjúklingapasta úr salatbarnum. Þegar ég kem heim þá sker ég smá rifu í brauðið, hita í sirka 20 sek í örbylgjuofninum og þegar ég nenni skelli ég brauðinu í samlokugrillið til að rista það. Svo er bara að troða brauðið út með góðgætinu sem ég keypti í salatbarnum og bíta í ;D

Ég ætla ekki að setja inn myndir fyrir þessa rétti þar sem þær taka svo mikið pláss á síðunni en annars vill ég hvetja fólk til að setja sinn svip á réttina og prófa sig áfram með það sem þeim finnst gott.


Kókossveppasúpa

Þú getur notað eitthvað annað en léttmjólk og smjör í þessa uppskrift en mér finnst það best, ég set uppástungur inní. En þessi uppskrift er fyrir tvo. Þér á kannski eftir að finnast þetta lítið fyrir tvo en hún er mjög saðsöm og góð.

Það sem þú þarft er:

Sveppir (mátt sleppa)

2 bita sveppakraft

svartur pipar

1 litla dós af kókósmjólk

smjör/matarolíu/smjörlíki/kókosolíu

léttmjókl/vatn (ef þú notar vatn þá verður hún hins vegar ekki eins saðsöm)

3-4 msk hveiti

Þú byrjar á því að smjörsteika sveppina og í lokin setur þú aukasmjörklípu, samtals sirka 25gr. Síðan setur þú hveitið útí og hrærir saman í smá deig og leyfir því að bulla smá í pottinum. Síðan setur þú kókosmjólkina útí ásamt smáslettu af léttmjólkinni. Þetta er allt hrært vel saman. Síðan setur þú kraftinn og piparinn útí. Piparinn er settur eftir smekk og eins með léttmjólkina, það fer bara eftir því hversu sterka súpu þú vilt og hversu þykka þú vilt hafa hana.

Þetta ber ég svo fram með ostasnittubrauði eða bara þurrum venjulegum  brauðsneiðum.

verði ykkur að góðu


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband