Gufusoðin fiskur með grænmeti og smurosti

Þetta er æðislegur fiskur og ég hef hann oft á sumrinn vegna þess að hann er svo ferskur og góður. Þú getur skipt piparsmurostinum og sítrónunni út fyrir einhvern annan ost, ég hef prófað smurost með sólþurrkuðum tómötum og það er æðislegt. Eins eru leiðbeiningar hvernig eigi að gera gufupokann í myndum í iconunum hér að neðan.

Það sem þú þarft:

um það bil 1 flak þorsk/2 flök ýsu

1/2 dollu piparsmurost

Hálfa sítrónu

blandað grænmeti fryst eða ferskt

1 Lauk

krydd (ég nota kjúklingagrillkryddið frá Santa María en þú getur notað þitt eigið uppáhalds)

Álpappír

Fyrst setur þú 2x lengdina af álpappír yfir ofnplötu og skerð laukinn í sneiðar og dreifir yfir það pláss sem þú ætlar að nota. Skildu samt eftir gott pláss í hliðunum svo þú getir lokað pokanum almennilega, sirka 5-6 cm. Þetta kryddar fiskinn og kemur í veg fyrir að hann festist við álpappírinn. Næst setur þú fiskbitana yfir laukinn, svo krydd, smurost, grænmeti og síðast sítrónusneiðar.

Næst leggur þú hinn helminginn af álpappírnum yfir matarhrúguna og brýtur alla veganna 3x upp á álpappírinn á báðum hliðum eða þar til þú ert kominn alveg upp að fisknum. Mundu að brjóta upp en ekki niður.

Síðast brýtur þú upp á endann og setur inn í ofninn á 200° með blæstri í um það bil 30 mín. Þetta er svo borið fram með hrísgrjónum eða soðnum kartöflum. Það er rosalega gott að fara með pokann á ofnplötunni á eldhúsborðið og rífa svo pokann upp varlega á meðan allir sitja við borðið. Þá kemur þessi rosalega ilmsprengja sem lætur slefkirtlana vinna yfirvinnu :D

Það er hægt að gera þetta með kjúklingabringum líka en þá mæli ég með því að þú kljúfir bringurnar langsum og setur yfir laukinn og skvettir pínu hvítvíni/mysu/vatni í pokann áður en þú lokar honum.

Það er lítið mál að gera tvo poka í einu ef það er mikið af fólki í mat en mundu bara að hafa gott bil á milli ofnplatnanna þegar þú ert að elda þetta.

Verði ykkur að góðu!!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Dröfn Möller

já og svo getur þú leikið þér ennþá meira með þetta með því að hræra 2 eggjum saman og hella yfir ásamt rifnum osti og sleppa smurostinum

Eva Dröfn Möller, 25.7.2011 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband