Eplasalat sem hægt er að nota á tvo vegu

Þetta er eitt af því fyrsta sem pabbi minn kenndi mér í eldhúsinu, en hann ber ábyrgð á ást minni á eldamennsku. Í upprunalegu uppskriftinni notaði pabbi majónes og sýrðan rjóma í dressinguna en ég skipti því út fyrir grískt jógúrt/skyr til þess að geta notað þetta á tvennan hátt og það er þar að auki hollara :)

Það sem þú þarft er:

Dós af Grísku jógúrti/óhrært skyr

Litla niðursuðudós af ananas í bitum

1 grænt epli

sykur

Þú byrjar á því að gera dressinguna með því að hræra saman jógúrtið, safan af ananasinum og sykur, síðan setur þú ananasbitana út í. Síðan flysjar þú eplið og hreinsar kjarnann úr, mátt hafa flusið á ef þú vilt, og brytjar niður út á dressinguna. Þetta hrærir þú saman og berð fram með grilluðu svínakjöti, mér finnst þetta best með léttreyktu svínakjöti.

Þetta salat er rosalega gott og það er allt í lagi að gera of mikið vegna þess að hægt er að skera niður banana daginn eftir og setja út og borða í morgunmat :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband