Doritos Lasagna með ostasósu

Þetta lasagna hefur alltaf slegið í gegn hjá mér.

Það sem þú þarft er:

500-600 gr hakk

1 niðursuðudós pastasósa frá Hunt´s eða 1 Burritos kryddbréf og pínu vatn

1 Lauk

lasagnaplötur

mjólk

smjörlíki

hveiti

pepperoneost eða Mexíkóost

Grænt eða rautt pestó (má sleppa)

rifin ost

Doritos eða hvaða maísflögur sem þú vilt

Mér finnst lang þæginlegast að leggja lasagnaplöturnar í heitt vatn á meðan ég geri ostasósuna og kjötsósuna þannig þarf lasagnað ekki eins langan tíma í ofninum. Vertu bara viss um að þrífa eldhúsvaskinn vel áður. Þú byrjar á því að steikja hakkið og laukinn saman á pönnu og kryddar með þínu uppáhaldskryddi. Næst hellir þú úr niðursuðudósinni yfir þetta allt saman og lætur malla í 5 mín.

Ef þú vilt frekar nota Burritoskrydd heldur en Hunt´s pastasósu þá steikir þú hakkið ásamt lauknum, setur burritoskryddið útá með pínu vatni svo þetta verði að kjötsósu.

Þegar þú gerir ostasósuna þá byrjaru á því að bræða um það bil 25 gr smjörlíki og blandar saman við 2-3 msk hveiti. Þú hrærir þessu saman og býrð til nokkurs konar deig. Svo þynnir þú þetta út með mjólk og hrærir vel. Áður en suðan kemur aftur upp setur þú niðurskorin pepperoneostinn eða mexíkóostinn útí ásamt pestóinu. þetta hrærir þú vel þar til suðan kemur upp. Því næst tekur þú pottinn af hellunni og setur 1 stóra lúku af rifnum osti út í og hrærir varlega saman þannig að sósan verði nánast teygjanleg. Nú er ostasósan tilbúin.

Fyrst setur þú mjög lítið af kjötsósunni í botninn svo að pastað festist ekki. Svo setur þú kjötsósu og pasta til skiptis þar til 1 umferð er eftir, þú endar á pasta. síðan Setur þú ostasósuna yfir og mylur Doritosið yfir. Síðast setur þú restina af rifna ostinum og setur inní ofn á 200° með blæstri í um það bil 20 mín eða þar til osturinn er orðin gullinbrúnn.

Þetta er svo borið fram með brauði og/eða salati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband