Kjúklingakebab og steikt kryddhrísgrjón með grænmeti

Þetta er rosalega gott á grillið og auðvelt er að útbúa, eins og svo margt sem ég hef sett hérna inn.

Það sem þú þarft er :

2-3 kjúklingabringur

1 rauða papriku

1 box kirsuberjatómata

1 poka skyndihrísgrjón

Gular baunir

Frosið blandað grænmeti, mátt nota ferkst  og þá mæli ég með Zuccini og Brokkoli

1 bréf Fajitaskrydd frá Santa María

Sojasósa

Hunang

Gott er að byrja að undirbúa um það bil klst áður en þú ætlar að grilla grillpinnana. fyrst blandar þú sojasósu og hunangi saman, ég reyni að hafa þetta jöfn skipti, helming og helming. Þetta er marineringin þín. Þú hlutar bringurnar niður í frekar stóra bita svo að þeir haldist á pinnanum og setur í marineringu í klst. þegar kjúklingurinn er búin að marinerast þá setur þú bitana upp á pinna með kirsuberjatómötum og rauðri papriku á milli, ekki raða þessu of þétt því þá tekur þetta lengri tíma að grillast. Einnig er gott að snúa pinnunum oft á meðan þú grillar svo að grænmetið brenni ekki.

Kryddhrísgrjón

fyrir einn poka af hrísgrjónum er nóg að setja hálft bréf af fajitas kryddi. Þú þarft að setja kryddið í vatnið fyrst og sjóða það í um það bil 5 mín áður en þú setur hrísgrjónin útí. Taktu hrísgrjónin úr vatninu þegar 3 mín eru eftir af suðutímanum. Á meðan þetta sýður þá steikiru grænmetið, ekki gulubaunirnar. þegar allt er tilbúið þá setur þú hrísgrjónin og gulu baunirnar út á pönnuna með grænmetinu og steikir í nokkrar mín.

Kjúklingakebabið og hrísgrjónin er gott abð bera fram með góðri kaldri sósu, mér finnst Ora sósan með lauk og kryddjurtum æðisleg með fiski og kjúklingi.

Verði ykkur að góðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ánægð með baukinn sem laumaðist inn á myndina! Hehehe :)

Eyrún Elva (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 20:26

2 Smámynd: Eva Dröfn Möller

hihihi já það er svolítið síðan ég gerði þetta, á Eurovision minnir mig. Ég ákvað að henda þessu inn fyrst ég átti mynd af þessu :Þ Og það er nú ekki hægt að borða grillmat nema með að minnsta kosti einum köldum á kantinum ;)

Eva Dröfn Möller, 26.6.2011 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband