Pylsupasta með hvítlauksbrauði

Þennan rétt dýrkar litli bróðir minn, hvaða krakka finnst pylsur vondar hihihi

Það sem þú þarft er:

Spagettí

1 dós Hunt´s Pizzasósa, niðursuðudósirnar eru ódýrastar og nóg fyrir heila fjölskyldu og gott að geyma afganginn í krukku.

1 pylsupakka, mér finnst best að nota Toscana pylsur frá Goða en vínarpylsur er fínar líka.

1 Lauk

Ólívuolía

Pipar og Lamb islandia

Þú byrjar á því að sjóða spagettíið í vatni með smá klípu af salti. Á meðan spagettíið sýður steikir þú laukinn og pyslurnar í potti og hellir sósunni yfir. Ég reikna sirka 1 og hálfa pylsu á mann og svo  kryddar þú með pipar og Lamb islandia. Þessu leyfir þú að sjóða í um það bil 5 mín.

Þetta er síðan borið fram með hvítlauksbrauði.

Mér finnst voða þæginlegt að nota Hunt´s sósurnar og það er ódýrara en þegar metnaðurinn er mikill þá geri ég mína eigin sósu.

Það sem þú þarft í sósuna er:

1 dós gróftsaxaðir tómatar frá Hunt´s

2-3 hvítlauksrif, getur notað 1-2 teskeiðar af hvítlauksmauki

1 stóran lauk

Kjötkraft

Pipar

Lamb Islandia

Tómatpúrra

 Þú byrjar á því að setja tómatana með öllum vökvanum í pott og leyfir suðunni að koma upp á meðan þú skerð niður laukinn. Næst setur þú hvítlaukinn og Lamb islandia kryddið út á og leyfir þessu að sjóða niður, tekur um það bil 5-10 mín. Næst setur þú restinni af kryddinu og tómatpúrruna út í og hrærir vel. Svo lækkar þú undir sósunni og leyfir að sjóða í um það bil 20-25 mín í viðbót. Það þarf að vaka yfir þessu, hræra reglulega upp í þessu og smakka til ef þú skyldir þurfa meira krydd. Tómat- og hvítlausbragðið á að vera ríkjandi en með smá kjötbragði. Þú getur líka notað parmesanost í lokin til að krydda meira, má vera þurrkaður í dollu en gott að nota alvöru líka.

Gangi ykkur vel :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband