Eggjanúðlur með kjöti/kjúklingi og grænmeti

Þetta er mjög einföld uppskrift og mikið hægt að leika sér með hana hvað varðar hráefni og magn. þessi uppskrift er fyrir 4-5 manneskjur

það sem þú þarft:

400 gr Eggjanúðlur

3 kjúklingabringur eða um það bil 350 gr nautagúllas/svínagúllas

eins mikið af frosnu eða fersku grænmeti og þú vilt

1 heilan lauk

1 dós af Baby Maís

4 Egg

matarolíu

salt og pipar

chicken and steak krydd (kvarnirnar sem eru seldar í bónus) eða uppáhaldskryddið þitt

chilliolía (mátt sleppa)

Fyrst steikir þú kjúklinginn/kjötið á pönnu með smá matarolíu og kryddar með pipar og kjúklingarkyddinu. Næst setur þú grænmetið á pönnuna, ef þú notar frosið grænmeti í bland við ferskt settu þá ferska grænmetið fyrst og þegar það er farið að svitna aðeins seturu frosna grænmetið útá. í lokin seturu smá saltklípu yfir allt saman og setur í skálina sem þú ætlar að nota

nú er gumsið tilbúið, á meðan þetta er að gerast er gott að sjóða núðlurnar. Þú sýður núðlurnar í hreinu vatni, ekkert salt, í 1-2 mín. Þegar þær eru tilbúnar er gott að klippa aðeins í gegnum þær með skærum og setja í sigti, gott að skola þær aðeins. því næst setur þú núðlurnar aðeins á pönnuna með smá matarolíu, passaðu að setja ekki of mikið þá verða þær of blautar og ekki nógu góðar. Fyrir þá sem finnst chilli er gott að setja blöndu af chilliolíu og matarolíu.

Þessu blandar þú svo öllu saman í skál, hrærir eggin á pönnu og setur varlega saman við.

Hægt er að bera þetta fram með vorrúllum eða öðrum austurlenskum pönnurétti. Ég kaupi stundum vorrúllurnar frá Daloon og sting inní ofn á meðan ég geri núðlurnar. Það er mynd af réttinum hér að neðan.

Ef ykkur líst vel á að hafa chilliolíu, ekkert vera að kaupa hana vegna þess að það er svo einfalt að gera hana sjálf og hún er góð á allt.

Chilliolía

Það eina sem þú þarft er:

matarolía/ólívuolía

þurrkaður chilli með fræjum (Ég keypti mitt í Megastore og það er æði)

þetta setur þú svo í olíuflösku með góðum  stút ef þú átt ekkert svoleiðis er hægt að nota fallega krukku. Olían þarf að sitja á borðinu í um það bil 3 sólahringa þar til þú getur farið að nota hana og gott er að hrista upp í henni öðru hverju.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þetta.....flott uppskrift, hlakka til að lesa meira =)

Svanhvít (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 20:15

2 identicon

Frábært framtak :) Ég geri mína núðlurétti mjög svipað, nema að mér hefur fundist best (og einfaldast tihi) að nota Sweet Chilli sósu á núðlurnar! En ég á hana líka alltaf til og nota hana í svo margt :P T.d. mæli ég með nákvæmlega þessu - nema bara hrísgrjón í staðinn fyrir núðlur!

Eyrún Elva (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 00:30

3 identicon

Steikirðu eggin áður en þú setur þaug saman við núðlurnar eða seturðu þaug hrá í heitann matinn ?? Hef bara aldrey eldað núðlur :/

Harpa (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 19:51

4 Smámynd: Eva Dröfn Möller

ég steiki eggin alveg síðast og sér á pönnu, þú þarft ekki að hafa eggin en mér finnst gott að bæta pínu meira próteini við kolvetnið :D

Eva Dröfn Möller, 29.6.2011 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband