Mexíkósk gúllassúpa

Ég ákvað að prófa að gera styttri leið að gúllassúpu. Þetta er mjög matarmikil súpa sem gott er að hita upp daginn eftir eða frysta og eiga seinna.

Það sem þú þarft er:

1 bréf mexíkó súpa frá Toro

9 dl. vatn

1 dl rjómi

1 dl sýrður rjómi

1 teningur nautakraftur

350 gr nautagúllas

2-3 gulrætur

3-4 kartöflur

2 msk tómatpúrra

hot sauce (má sleppa)

salt og pipar

1 laukur

Mér finnst gúllas alltaf of stórt skorið í pakkningunum þannig að ég byrja á því að skera það í minni bita og saxa niður laukinn. Þetta steiki ég í potti og krydda með salti og pipar, gott er að setja eitthvað gott kjötkrydd líka. Þegar kjötið er orðið brúnað þá seturu vel af vatni í pottinn og sýður í um það bil 25 mín. Næst seturu 9 l. af vatni ásamt súpuduftinu, rjómanum, sýrða rjómanum, tómatpúrrunni, kjötkraftinum og slatta af hotsauce í pott og hræra vel saman. Síðan flysjar þú og skerð niður gulrætur og kartöflur og setur í pottinn. Þegar gúllasið er búið að sjóða þá veiðiru það uppúr ásamt sem mestu af lauknum og setur í pottinn með súpunni og kveikir undir. Hægt er að sjóða súpuna á meðan gúllasið er að sjóða ef þú ert í tímaþröng. Kjötið er tilbúið og það þarf í raun bara að henda því í súpuna. Þegar suðan er komin upp á súpunni þá lætur þú þetta malla í 10 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar soðnar mundu að hræra með stuttu millibili þar sem það er rjómi í þessu.

Þetta er kannski ekki matur sem maður hendir saman á hálftíma en er alveg biðarinnar virði. En ef þú ert eins og ég mundu að blása vel á súpuna áður en þú smakkar hana.

Verði ykkur að góðu


Tortillapizza

Ég fann þessa pizzuaðferð á youtube.com og er hún alveg tilvalin fyrir litlu krílin að gera sjálf sína eigin pizzu og líka þegar maður langar allt í einu í pizzu en hefur ekki þolinmæði né peninga til þess að panta.

Þetta er mjög einfalt og það sem þú þarft er:

1 tortillaköku (mátt hafa tvær)

pizzasósu

frostþurrkaðan parmesanost

pizzaost

það álegg sem þú vilt, þetta er samt ekki botn sem hægt er að hlaða. í mesta lagi 2-3 álegg.

Þú byrjar á því að bleyta aðra hliðina á Tortillukökunni og stráir svo vel af parmesanosti yfir blautu hliðina. Ef þú vilt hafa þykkan botn þá mæli ég með því að þú notir tvær kökur með því að setja pizzaost vel út í kantana og pizzaost, svo seturu aðra köku yfir, nokkurs konar samloka. Því næst setur þú aftur Pizzasósu á kökuna, mundu vel út í kantana annars brenna þeir. Svo álegg og ost. Þetta er bakað við 240° C með blæstri í ofninum í 6 mín, ef þú vilt hafa hana svolítið stökka þá er gott að setja grill á í sirka 2 mín eða þar til osturinn er orðin brúnn.

Fyrir mallann minn er ein kaka nóg til þess að ég verði södd en það getur verið gaman að gera margar tegundir af pítsu þegar það eru fleiri en einn í mat.

Verði ykkur að góðu


Kjúklingasúpa fyrir sjúklinga

Nú er ég búin að liggja í haustflensunni í 5 daga og farin að þrá að komast út á meðal fólks. Ég er búin að fá nóg og tók málið í eigin hendur, vippaði fram nornapottinum staðráðin í að búa mér til gott seyði til að hrekja þessa flensu í burtu. Nú veit ég ekki um læknamátt súpunnar góðu þar sem ég var bara að sporðrenna henni á methraða en ég krossa fingur að hún þjóni sínu hlutverki.

Þetta er þægileg súpa en sterk, ef þér finnst hún of sterk þá er ekkert mál að setja meira vatn og smakka hana til. Það sem þú þarft er:

olía

1 kjúklingabringu

hálfan rauðlauk

1 hvítlauk

2 tsk raspað ferskt engifer

1-2 gulrætur

sellerí

7 bolla vatn

2 teninga kjúklingakraft

1 tening sveppakraft

1 tening grænmetiskraft

spagettí (má sleppa)

1 tsk karrý (má sleppa)

hot sauce/tabasco sósa

Þú byrjar á því að steikja laukinn, gulræturnar, selleríið og kjúklinginn uppúr olíu í stórum potti. Síðan setur þú engifer og hvítlauk útí og hitar lítillega með eða þar til þú finnur ilminn stíga upp. Því næst setur þú vatnið, kraftinn, hot sauce og karrý í pottinn. Þegar suðan er komin upp og er búin að haldast í um það bil 5 mín þá setur þú brotið spagettí í súpuna og síður í 10 mín í viðbót. Hvort sem þú ákveður að sleppa spagettíinu eða ekki þá er gott að setja meira/annað grænmeti í súpuna, t.d. brokkoli eða sætar kartöflur.

En ég get vottað það hér með að þessi súpa losar um kvef á "no time" hihihi

Verði ykkur að góðu og vonandi þurfið þið ekki að elda þessa súpu vegna veikinda heldur einungis ánægju og yndisauka :D


Fljótlegir hádegisréttir, lofa samt ekki að þetta séu heilsuréttir :D

Hér fyrir neðan ætla ég að setja inn nokkrar fljótlegar uppskriftir að hádegisréttum. Það er nú samt alveg hægt að borða þetta sem kvöldmat ef svo liggur á ykkur. En mér finnst stundum vera nauðsynlegt að fá sér góðan hádegismat en fá sér svo léttan kvöldmat á móti eins og súpu, skyr eða ristað brauð.

Núðlubrauð

Það eina sem þú þarft er:

1 pakki skyndinúðlur með kjúklingasoði

tvær ristaðar brauðsneiðar

2 egg

gott krydd, mér finnst kjöt og grill krydd best :)

þú byrjar á því að sjóða núðlurnar og spæla eggin. Mér finnst yfirleitt fólk ofsjóða þessar skyndinúðlur þannig að ég bendi á að það er meira en nóg að bíða eftir suðu, taka pottin af og láta bíða í 2 mín. Það fyrsta sem þú setur á diskinn eru brauðsneiðarna tvær, þú getur sett smjör á þær en mér finnst það óþarfi þar sem að soðið af núlunum bleytir það pínu upp og gefur gott bragð. því næst setur þú allar núðlurnar yfir brauðið þannig að þú sjáir ekkert nema núðlur á disknum. Næst seturu krydd yfir, ef þú ert mikið fyrir sterkan mat þá mæli ég með chilliolíu líka. Og síðast setur þú spæl eggin tvö yfir þetta allt saman. Þetta er síðan borðað með hnífi og gaffli, ég mæli ekki með að reyna að borða þetta sem samloku hihihi

Námsmannapasta/Verkamannapasta

Þessi réttur er tilvalin þegar það er lítið í ísskápnum vegna þess að á meðan þú hefur grunninn, smurost, mjólk/pítsusósu og krydd þá geturu breytt uppskriftinni í samræmi við hvað er til. en hér eru tvær uppástungur.

Rauð pylsusósa

Ég veit að ég hef sett inn pylsupasta áður en þetta er önnur útfærsla á sömu uppskrift.

Það sem þú þarft er:

Pítsusósa, það er í fínu lagi að nota úr flösku ef þú ert ein/einn

Toscanapylsur/sterkar Mexíkópylsur (má líka vera bara venjulegar vínarpylsur)

Parmesanost (ég nota bara þennan úr dollunni)

Rjómasmurost/smurost með sólþurrkuðum tómötum

Pipar, olíu og Lamb Islandia

Fyrst steikiru pylsurnar uppúr olíu þar til þær eru orðnar brúnar. Því næst seturu pístusósuna útá ásamt restinni af hráefninu og leyfir að bulla aðeins. Svo er bara að bíða eftir að pastað verði tilbúið

Hin pastasósan er rjómakenndari án þess að nota rjóma.

það sem þú þarft er:

Smurostur hvaða bragð sem þú villt, mér finnst það fara eftir gummsinu sem þú setur útí seinna

léttmjólk, bara smá dreitil

Svo getur þú sett það sem þér dettur í hug eða það sem er til í ísskápnum útí en hér eru nokkrar uppástungur.

beikon, paprika og laukur

kjúklingur, sætar kartöflur og baunabelgir

Það sem þú byrjar a því að gera er að steikja gumsið á pönnu með tilheyrandi kryddi ef þarf og olíu. Því næst setur þvú smá mjólk útá og slatta af smurosti og bræðir þetta saman.

Þetta er fyrir þá sem eru í átaki eða eru grænmetisætur

Gott salat er alltaf gott í hádeginu en stundum getur það verið frekar flatt að mínu mati, salat þarf að vera skemmtilegt en hérna eru tvö salöt sem gaman er að gera og borða :D

Kúrbítssalat

Það sem þú þarft er:

Einn kúrbítur (Zuccini)

Ferskt Spínat

Paprika

Rauðlaukur

Kirsuberjatómata

salt og pipar

Það sem mér finnst gott að gera er að grilla kúrbítinn, þú sneiðir hann niður í þunnar sneiðar langsum og kryddar með salti og pipar. Þú þarft ekki að hafa grill til þess að grilla kúrbít, það er alveg jafn fínt að nota samlokugrillið og þá þarftu ekki að setja olíu á hann áður :D Svo skerð þú niður restina af grænmetinu og setur í skál á meðan kúrbíturinn er að grillast. Þegar kúrbíturinn er til búin, komnar myndarlegar rendur á hann þá sker ég hann í minni ræmur og set efst á salatið Það er rosalega gott að snöggsteikja kirsjuberjatómatana og setja þá með kúrbítnum efst á salatið. Ef þú átt balsamikedik þá er það tilvalin dressing ef þú ert fyrir svoleiðis.

 Salat með ferskum ávöxtum

Þetta salat fékk ég hjá ömmu minni um daginn og hefði vel getað hugsað mér að borða það eitt og sér.

það sem þú þarft er:

Fersk jarðaber

Ferskt Mangó/niðursoðnar ferskjur

Lambhagasalat

Paprika

Agúrka

Vínber Græn/rauð

Þetta combó er æðislegt og þú þarft enga dressingu, þetta er allt skorið niður og sett í skál og svo bara moka þessu í sig :D

Svo í lokin vil ég koma með tvær hugmyndir fyrir þá sem nenna barasta ekki að elda neitt eða hafa fyrir matnum.

Í fyrsta lagi þá er rosalega gott að taka eina dós af túnfisk í vatni og setja BBQ sósu frá Hunt´s út á og hræra saman. Þetta er geggjað á ristað brauð með glasi af vatni eða sódavatni með sítrónu.

Í öðru lagi þá er rosagott að fá sér pítu eftir sínu eigin höfði án þess að borga augun úr. Það sem ég geri er að fara í Hagkaup og kaupa gróft pítubrauð og gott salat eða kjúklingapasta úr salatbarnum. Þegar ég kem heim þá sker ég smá rifu í brauðið, hita í sirka 20 sek í örbylgjuofninum og þegar ég nenni skelli ég brauðinu í samlokugrillið til að rista það. Svo er bara að troða brauðið út með góðgætinu sem ég keypti í salatbarnum og bíta í ;D

Ég ætla ekki að setja inn myndir fyrir þessa rétti þar sem þær taka svo mikið pláss á síðunni en annars vill ég hvetja fólk til að setja sinn svip á réttina og prófa sig áfram með það sem þeim finnst gott.


Kókossveppasúpa

Þú getur notað eitthvað annað en léttmjólk og smjör í þessa uppskrift en mér finnst það best, ég set uppástungur inní. En þessi uppskrift er fyrir tvo. Þér á kannski eftir að finnast þetta lítið fyrir tvo en hún er mjög saðsöm og góð.

Það sem þú þarft er:

Sveppir (mátt sleppa)

2 bita sveppakraft

svartur pipar

1 litla dós af kókósmjólk

smjör/matarolíu/smjörlíki/kókosolíu

léttmjókl/vatn (ef þú notar vatn þá verður hún hins vegar ekki eins saðsöm)

3-4 msk hveiti

Þú byrjar á því að smjörsteika sveppina og í lokin setur þú aukasmjörklípu, samtals sirka 25gr. Síðan setur þú hveitið útí og hrærir saman í smá deig og leyfir því að bulla smá í pottinum. Síðan setur þú kókosmjólkina útí ásamt smáslettu af léttmjólkinni. Þetta er allt hrært vel saman. Síðan setur þú kraftinn og piparinn útí. Piparinn er settur eftir smekk og eins með léttmjólkina, það fer bara eftir því hversu sterka súpu þú vilt og hversu þykka þú vilt hafa hana.

Þetta ber ég svo fram með ostasnittubrauði eða bara þurrum venjulegum  brauðsneiðum.

verði ykkur að góðu


Myndavesen

Jæja ég er búin að laga myndafíaskóið, var víst að nota of mikið pláss þannig að hér eftir koma myndirnar bara fyrir í myndaalbúminu en ekki með hverri uppskrift :D

Eggjafiskur með soðnum kartöflum og rjómamaís

Hver hefur ekki lent í því að sjóða fisk og verða seint saddur en mjög fljótlega svangur aftur. Þennan rétt smakkaði ég fyrst í mötuneytinu í Hrafnagilsskóla í "gamla" daga og þetta gerir fiskinn matmeiri.

Það sem þú þarft er:

Ýsu eða þorsk

1-2 egg

salt og pipar

mjólk

ekta smjör

frosin maís

kartöflur

matarolíu

graslauk (má sleppa)

Þú byrjar á því að sjóða kartöflurnar, á meðan að kartöflurnar eru að sjóða þá steikiru fiskinn. Fyrst hræriru eggin saman og þú getur sett salt og pipar í eggin sjálf eða krydda bara á pönnunni. Það getur verið betra að nota ommilettupönnu en þar sem ég á bara eina risastóra þá er líka hægt að gera það. Þú hellir eggjunum á pönnuna og setur fiskinn strax ofaní, raðað þétt saman. Ef þú notar stóra pönnu þá getur þú flett hálfsteiktum eggjunum yfir fiskinn en ef þetta er lítil panna þá ættu eggin að hylja fiskinn. Þegar þú ert búin að steikja í sikra 2 mín þá skerð þú í kringum fiskbitana og snýrð þeim við. Í blálokin klippiru svo smá graslauk yfir en eins og ég tók fram hér að ofan þá má sleppa því.

Næst hitar þú upp maísinn, mér finnst best að nota frosin frekar en niðursoðin vegna þess að þessi frosni bragðast eins og hann komi beint af stönglinum. Þú getur hitað maísinn upp bara í vatni en mér finnst æði að setja hann í pott með smá mjólk, vænri smjörklípu og salti. Þegar suðan er komin upp þá er hann tilbúin.

Síðan vill ekki leyfa mér að birta mynd með uppskriftinni :( en ég ætla að reyna að laga það.


Chilli con carne a la Eva

Þessi uppskrift bjó ég til útfrá þáttum Rachel Ray og er búin að vera að breyta og bæta í nokkurn tíma. Þetta er mjög einföld uppskrift úr hráefni sem þú átt yfirleitt inni í ísskápnum. Þetta er fyrir um það bil 3-4

Það sem þú þarft er:

500 gr hakk, ég nota sparhakk :D

1 Lauk

1/2 Dós Hunt´s pastasósu og/eða Hunt´s BBQ sósu

Kjötkrydd

Lamb Islandia krydd

1 Dós Nýrnabaunir

Matarolía

2 rifnir hvítlauksgeirar

Þú byrjar á því að steikja hakkið með niðurskornum lauknum, hvítlauknum og matarolíu á pönnu. Þegar þú ert búin að brúna hakkið þá setur þú niðurskornar gulræturnar útá og steikir í 2-3 mín í viðbót. Nú kryddar þú hakkblönduna með þínu uppáhalds kjötkryddi og Lamb Islandia kryddinu, ég nota Season-All og kjöt og grill krydd. Nú setur þú sósuna útá ásamt smá vatni og Hot sauce, sirka 1 dl. Þegar ég á einhverja pínu slettu af pastasósu og pínu af BBQ sósu og hvorugt er nóg þá er allt í lagi að setja báðar útá. Munurinn á því að nota sitthvora sósuna er að mínu mati að Chilli-ið verður þyngra þegar þú notar BBQ sósuna. Þetta lætur þú malla í smástund, í lokin skolar þú nýrnabaunirnar og setur út á Chilli-ið og lætur malla þar til baunirnar eru orðnar heitar.

Þú þarft ekki að takmarka þig við þessa uppskrift þar sem hún er í raun bara grunnuppskrift. Það er gott að setja allskonar grænmeti í þennan rétt, ferska tómata, gular baunir, broccoli bara það sem er til í ísskápnum hjá þér. Ekki verra að gera svona góðan kvöldmat og taka til í ísskápnum í leiðinni.

Þetta ber ég svo fram með soðnum kartöflum/hrísgrjónum og ristuðu brauði með alvöru smjöri. Fyrir þá sem eiga svo afganga daginn eftir þá er hægt að nota þetta í Lasagna, hita upp með pasta/spagetti eða hita Chilli-ið og setja innan í Pítubrauð.

Verði ykkur að góðu!


Hot Wings með frönskum eða spínatsalati

Mér hefur alltaf fundist vængirnir vanmetnasti hlutinn af kjúklingnum en ekki einungis það heldur er þetta ódýrasti hlutinn. Það er hægt að nota leggi eða einhvern annan hluta af kjúklingnum en mér finnst best að hafa vængi. Ég smakkaði þetta í fyrsta skiptið hjá Fósturmömmu minni Diddu og hef gert þennan rétt reglulega síðan. Þessi uppskrift/uppástunga er fyrir um það bil tvo

Það sem þú þarft er:

1 bakka kjúklingavængir

Hot Sauce

Kjöt og grill krydd

Pínu vatn

Þú byrjar á því að krydda vængina með kjöt og grillkryddi í eldföstumóti og setur svo vel af Hot sauce yfir, ef þú ert með börn á heimilinu getur þú sleppt því að setja hot sauce á nokkra vængi. Síðan setur þú smá vatn í eldfasta mótið, botnfylli er nóg. Síðan setur þú þetta í ofninn á 200° með blæstri í um það bil 15-20 mín. Ef þú notar leggi þarf þetta að vera í um það bil 30 mín.

Þetta ber ég fram með ofnbökuðum frönskum eða góðu spínatsalati.

Í spínatsalatið set ég ferskt spínat, gúrku, fetaost og tómata.


Royal búðingur á ýmsa vegu :D

Hver hefur ekki farið til ömmu og afa og fengið Royal búðing með þeyttum rjóma? Þessi desert veitir mér alltaf góðar bernskuminningar. En nú hef ég sett þennan einfalda desert í nýjan búning.

Það sem þú þarft er:

1 pakki Royal búðingur

1/4 l. rjómi

1/4 l. mjólk

súkkulaðispæni eftir smekk (má sleppa)

Fyrsta aðferðin er augljóslega eins og segir á pakkanum og skella inní ísskáp í hálftíma en ég er með aðra aðferð sem hægt er að nýta á fleiri vegu.

Mér finnst persónulega súkkulaðibúðingurinn alltaf bestur en allir hafa sinn smekk :D Það sem ég geri er að byrja á því að stífþeyta rjómann og leggja hann svo til hliðar. Næst þeyti ég mjólkina og duftið saman í 2-3 mín eða þar til það er orðið þykkt. Síðan er rjómanum og búðingsblöndunni blandað varlega saman og súkkulaðispænir settur útí. Þetta er svo sett í kæli í hálftíma, þetta geri ég ekki til að láta búðingin stífna heldur til að leyfa bragðinu að koma betur fram.

Með þessari blöndu getur þú annaðhvort borðað beint úr skálinni, sett á milli í tertu eða skella þessu í frysti í sólahring og borða sem ís.

Verði ykkur að góðu :D


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband