Mexíkósk gúllassúpa

Ég ákvað að prófa að gera styttri leið að gúllassúpu. Þetta er mjög matarmikil súpa sem gott er að hita upp daginn eftir eða frysta og eiga seinna.

Það sem þú þarft er:

1 bréf mexíkó súpa frá Toro

9 dl. vatn

1 dl rjómi

1 dl sýrður rjómi

1 teningur nautakraftur

350 gr nautagúllas

2-3 gulrætur

3-4 kartöflur

2 msk tómatpúrra

hot sauce (má sleppa)

salt og pipar

1 laukur

Mér finnst gúllas alltaf of stórt skorið í pakkningunum þannig að ég byrja á því að skera það í minni bita og saxa niður laukinn. Þetta steiki ég í potti og krydda með salti og pipar, gott er að setja eitthvað gott kjötkrydd líka. Þegar kjötið er orðið brúnað þá seturu vel af vatni í pottinn og sýður í um það bil 25 mín. Næst seturu 9 l. af vatni ásamt súpuduftinu, rjómanum, sýrða rjómanum, tómatpúrrunni, kjötkraftinum og slatta af hotsauce í pott og hræra vel saman. Síðan flysjar þú og skerð niður gulrætur og kartöflur og setur í pottinn. Þegar gúllasið er búið að sjóða þá veiðiru það uppúr ásamt sem mestu af lauknum og setur í pottinn með súpunni og kveikir undir. Hægt er að sjóða súpuna á meðan gúllasið er að sjóða ef þú ert í tímaþröng. Kjötið er tilbúið og það þarf í raun bara að henda því í súpuna. Þegar suðan er komin upp á súpunni þá lætur þú þetta malla í 10 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar soðnar mundu að hræra með stuttu millibili þar sem það er rjómi í þessu.

Þetta er kannski ekki matur sem maður hendir saman á hálftíma en er alveg biðarinnar virði. En ef þú ert eins og ég mundu að blása vel á súpuna áður en þú smakkar hana.

Verði ykkur að góðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband