Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
Orlyfiskur með chillimajónesi
29.3.2012 | 19:27
Yfirleitt tengir fólk Orlyfisk við djúpsteikingarpottinn sem kostar mikil þrif í lok máltíðar en ég hef fundið góða lausn á því að forðast þessi þrif.
Með því að hita slatta af olíu í djúpri pönnu, þarf ekki að hylja fiskinn, og dýfa fiskinum í þurrt hveiti eftir deigið þá er auðvelt að þrífa eftir þá eldamennsku.
Það sem þú þarft er:
fiskur skorin í passlega bita, helst góðan þrosk
um það bil 200 gr hveiti
1 egg
1 tsk lyftiduft
1 dós pilsner (helst Tuborg eða eitthvað álíka bragðsterkt)
smá saltklípu
krydd eftir smekk
slatti aukahveiti
Þú byrjar á því að blanda þurrefnunum vel saman. Kryddið sem ég nota er góður slatti kjöt og grillkrydd, Lamb islandia og svartur pipar og svo smáklípu af cayenne pipar og karrý. Síðan er egginu og slurk af pilsner sett útí þar til deigið fær svipaða áferð og vöffludeig, fyrir þá sem hafa aldrei gert vöfflur þá er áferðin frekar þykk. Best er að smakka deigið til ef þið eruð ekki viss með kryddið en deigið á að vera mjög sterkt vegna þess að bragðið minnkar þegar þú setur meira hveiti á blönduna fyrir steikingu.
Þegar olían er orðin vel heit þá dýfir þú fiskbitunum í Orlydeigið og svo veltir þú þeim varlega uppúr hveiti og leggur á pönnuna en hveitið kemur í veg fyrir að deigið renni á hliðarnar við steikingu. Þar sem þú þarft ekki að setja hrikalega mikið af olíu á pönnuna þarft þú að snúa fisknum. Best er að hreyfa sem minnst við fiskinum fyrst til að byrja með en eldunartími er misjafn eftir þykkt bitanna. Þegar þú ert búin að steikja fiskinn þá er hann lagður á dagblað eða eitthvað álíka á disk og olíunni leyft að renna af.
Fiskurinn er svo borin fram með salati og/eða grilluðum kartöflubátum eða sætum kartöflum. Það sem toppar Þetta algjörlega er chillimajónesið en það er auðvelt að búa það sjálf/ur til. Það eina sem þú þarft er fitulítið majónes og sæt chillisósa. Þetta tvennt blandar þú saman um það bil 50/50 í litla krukku og berð fram með fisknum. Ef þú ert með börn við matarborðið þá getur verið að þetta sé of sterkt fyrir þau en þá er hægt að gera kalda karrýsósu sem er líka góð með grilluðum kjúlla. Þá ertu með majónes/sýrðan rjóma og karrýduft, þessu er blandað vel saman og smakkað til en gallinn við þessa sósu er að hún þarf að fá að standa aðeins áður en hún er borin fram til þess að karrýið fái að leysast almennilega upp og sósan fær meira bragð.
Verði ykkur að góðu :D
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nanaimo stykki
18.3.2012 | 20:57
Þetta er held ég ítalskur eftirréttur sem ég fann á netinu. Þetta er mjög auðvelt en tekur svolítin tíma þar sem þetta er þriggjalaga og það þarf að kæla á milli.
það sem þú þarft er:
Neðsta lagið =
150 gr smjör við stofuhita
50 gr sykur
30 gr kakóduft
1 hrært egg
1 tsk vanilludropa
1 pakki haustkexx frá Graham
65 gr kókosmjöl
50 gr hakkaðar hnetur (ég notaði heslinetur)
Fyrst setur þú smjörið í pott og bræðir, en passaðu þig að taka pottinn af áður en það fer að krauma. síðan setur þú sykurinn og kakóduftið og blandar vel saman. síðan setur þú eggið smátt og smátt í pottin og hrærir vel á milli með písk. Síðan hitar þú blönduna þar til hún er orðin þykk (1-2 mín). síðan tekur þú pottinn af hitanum og setur vanilludropana útí ásamt hnetunum og kókosmjölinu. síðan mylur þú kexið niður og setur útí blönduna. þessu er svo blandað vel saman. Blandan er síðan sett í smurt mót og þrýst niður, matarplast er sett yfir og kælt í 2 tíma.
Miðjan=
50 gr smjör við stofuhita
ca. 5 matskeiðar mjólk eða rjóma
2 msk vannillubúðingsduft
230 gr flórsykur
þetta er blandað saman í hrærivél eða handþeytara. Þú byrjar á því að mýkja upp smjörið í skál með þeytara síðan setur þú restina af hráefninu útí og hrært vel. ef þér finnst blandan vera of þykk þá bætir þú bara meiri mjólk/rjóma við eftir þörfum. Þetta er svo sett yfir neðsta lagið og kælt aftur í 30 mín
Efsta lagið =
200 gr suðusúkkulaði
30 gr smjör
þú byrjar á því að hálfbræða smjörið í potti og setur svo hluta af súkkulaðinu útí og bræði saman. þetta endurtekur þú þar til þú ert búin að bræða allt súkkulaðið saman við smjörið. Farðu samt varlega með hitan og taktu pottinn oft af hellunni.
Þessu er síðan hellt yfir og dreift úr því. Þetta er síðan kælt í 10 mín eða þar til súkkulaðið er búið að harðna.
Fyrir þá sem vilja þá er myndband af því hvernig þetta er gert á þessum link:
http://www.joyofbaking.com/NanaimoBars.html
Þetta er skorið í ferninga og borið fram.
Verði ykkur að góðu
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Grillað Baguette sem forréttur eða aðalréttur
18.3.2012 | 20:37
Þetta er alveg hrikalega gott bæði sem litlar snittur í forrétt eða bara heilt baguette í hádeginu eða kvöldmatinn. Ég kaupu ódýrt frosið hvítt Baguette í Bónus, þar færðu 5 baguette á um það bil 400 kr. Þú getur sett hvað sem er á þetta, þetta er er bara uppástunga að áleggi
Það sem þú þarft er:
1-2 Baguette, fer eftir því hversu margir eru að borða
pítsasósa
rifin ostur
ananas
skinka
Fetaostur
sólþurrkaðir tómatar
ólívur
beikon
Fyrst skerðu Baguettin langsum og smyrð með pítsasósu. Síðan setur þú Skinku, ananas og fetaost á annan helminginn og ólívur, sólþurrkaða tómata og beikon (yfir ostinn) á hinn. Síðan setur þú rifin ost yfir bæði brauðin.
Þetta setur þú í ofninn á 200°grill í um það bil 5-10 mín eða þar til þetta er orðið brúnt.
Ef þú ætlar að hafa þetta sem forrétt þá skerðu baguettin í 4 bita hvern helming eða bita sem eru sirka tveir munnbitar. Þetta er gott bæði heitt beint úr ofninum eða hálfkalt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Guðdómlegir Doritoskjúklingaleggir!!
18.3.2012 | 20:27
Þessi kjúklingur er algjört æði og mjög stökkur án þess að djúpsteikja.
Það sem þú þarft er:
1 bakki kjúklingaleggir
majónes
1 poki sweet chilli Doritos eða venjulegar maísflögur og kryddar þá meira
hvítlaukssalt
Cayennepipar/chilliduft
Olía og pappír eða eldunarsprey
Þú byrjar á því að mylja Doritosið niður, ég notaði mortélið mitt en það er líka fínt að ýta krukku niður á flögurnar þar til þú ert búin að mylja það hæfilega niður. Síðan setur þú kryddið útá og blandar vel saman.
Næst smyrðu leggina með majónesi og veltir síðan uppúr Doritosblöndunni og setur í smurt eldfast mót. Þetta er svo eldað á 200° með blæstri í 30 mín. borið fram með frönskum eða kartöflubátum
Verði ykkur að góðu
Fljótlegur sjávarréttur á pönnu
18.3.2012 | 20:14
Það er hægt að leika sér mikið með þennan rétt og er í raun uppskrift af 3 aðskildum réttum. Ef þú vilt fá pastarétt er hægt að hella réttinum yfir spagettí eða pastaskrúfur.Ef þú vilt frekar fá góðan fisk í ofni þá er bara að sjóða fisk í vatni með lárviðarlaufi og saltklípu og setja í eldfastmót. síðan hella pönnuréttinum yfir og dreifa rifnum osti yfir og grilla í ofni. Og síðast en ekki síst bera pönnuréttin einan og sér fram með hvítlauki eða hrísgrjónum.
Þegar ég gerði þennan rétt fyrst þá mældi ég bara kjúklingasoðið en restina dassaði ég bara útí, þetta fer bara eftir smekk. En þegar þú gerir kjúklingasoð er nóg að setja einn bolla af vatni og 1 tening kjúklingakraft í örbylgjuofn í 2 mín og leysa teninginn upp.
En það sem þú þarft er:
ca. 1 lúku niðurskornar ferskar snjóbaunir (ég kalla þetta bara baunabelgi)
ca 1 lúku niðurskorna papriku
ca, 1 lúku niðurskorna sveppi
2-4 beikonsneiðar
1 rifin hvítlauk
1 bolli kjúklingasoð
2 vænar lúkur rækjur
hálfan pakka krabbakjöt, litlu rauðu stangirnar
2 msk sítrónusafa
1/2 tsk hot sauce
Olía
salt og pipar
Hveiti
Rifin ost (má sleppa)
Fetaost (má sleppa)
Þú byrjar á því að steikja beikonið vel, gott að skera sneiðarnar niður í bita. Þegar þú ert búin að brúna beikonið þá setur þú sveppina, paprikuna og snjóbaunirnar og steikir í 1-2 mín. á meðan þetta steikist þá kryddar þú rækjurnar með salti og pipar og veltir þeim svo uppúr hveiti. síðan rífur þú hvítlaukinn niður á pönnuna og setur rækjurna út á með. þetta steikir þú bara örstutt og setur svo kjúklingasoðið, sítrónusafann og hot sauce útá. Þegar þetta er búið að malla í um það bil 1-2 mín setur þú niðurskorið krabbakjötið útá.
nú getur þú sett Fetaost út á ef þú vilt hafa sósuna þykka en það má sleppa því.
Síðan berðu þetta fram með rifnum osti og hvítlauksbrauði
Verði ykkur að góðu
Kjúklingapæ í ofni
15.3.2012 | 19:31
Þar sem mig var bókstaflega farið að þyrsta í nýjar uppskriftir þá fór ég á náðir internetsins og leitaði að margvíslegum tegundum rétta, þar til ég rambaði inná síðu sem er tileinkuð suðurríkjaeldamennsku. Þar fann ég girnilega kjúklingagrýtu sem ég ákvað að setja saman sem kjúklingapæ, kemur frá réttinum spagettípæ. Vegna þessarar samsetningar er hægt að nota þessa uppskrift á tvenna vegu; annaðhvort að setja spagettí neðst í eldfast mót, grýtuna yfir og svo rifin ost eða setja hrísgrjón útí grýtuna setja í smurt eldfast mót og svo brauðteninga eða mylsnu yfir.
Ég veit að þetta er svolítið stór uppskrift en það er líka hægt að minnka kjúklingamagnið en gera sósuna samkvæmt uppskrift þar sem að þetta er ekkert rosalega dýrt hráefni.
Það sem þú þarft er:
3 kjúklingabringur
1 dós 5% sýrður rjómi, 180 gr
1 dós rjómakjúklingasúpa frá Campell
1 dós Hunt´s tómatar í bitum með basil, oregano og hvítlauk
1 lítill laukur
svipað magn sveppir, í samræmi við laukinn
salt og pipar
Lamb islandia krydd
hvítlaukssmjör, spagettí og rifin ost eða
hrísgrjón og brauðmylsna/brauðteningar
Olía til steikingar
pínu Cayenne pipar fyrir þá sem vilja hafa þetta sterkt
Fyrst byrjar þú á því að hita upp vatn með pínu salti í potti fyrir spagettíið/hrísgrjónin og hita upp pönnu með smá olíu á.
Næst setur þú smátt skorin laukinn og gróft skorna sveppina á pönnuna og steikir þar til blandan er orðin glær og mjúk. Þetta tekur þú af pönnunni og setur í stóra skál, setur meira í hana síðar. Síðan brytjar þú kjúklingabringurnar í grófa bita og steikir þar til gullinbrúnt á pönnunni, setur meiri olíu ef þarf. Þetta kryddar þú með salti og pipar og tekur frá í litla skál.
Næst tekur þú kjúklingasúpuna, sýrða rjómann og Lamb islandia kryddið og setur í stóru skálina með lauknum og sveppunum og blandar vel saman. Svo fylgir kjúklingurinn og tómatarnir, með safanum, eftir það og blandar varlega saman. Fyrir þá sem vilja hafa þetta sterkt setja smá Cayenne pipar í lokin og blanda saman
Nú er grýtan tilbúin og þá fer eftir því hvort þú ætlar að gera ofnréttinn með hrísgrjónum eða spagettí
Með spagettíi:
Spagettíið ætti að vera tilbúið núna en þú þarft að passa að fullsjóða það ekki þar sem það fer í ofninn og heldur áfram að eldast þar. skildu eftir um það bil 2-3 mín eftir af suðutímanum. Svo sigtar þú vatnið frá og veltir spagettíinu uppúr hvítlaukssmjöri og Lamb islandia kryddi og setur á botninn á eldföstu móti. Gott er að mæla hversu mikil af spagettíinu þú vilt hafa í mótinu, miðaðu við helming á móti grýtunni. Síðan setur þú grýtuna yfir ásamt rifnum osti efst og setur í ofninn á 180° á blæstri í um það bil 20 mín.
Með hrísgrjónum
Nú ættir þú að vera búin að sjóða hrísgrjónin og það gildir það sama og um spagettíið, ekki fullsjóða. síðan setur þú hrísgrjónin útá grýtuna og blandar varlega saman við. Næst setur þú grýtuna í smurt eldfast mót og annað hvort skerð þú nokkrar brauðsneiðar í litla bita, skerð skorpuna af, og dreifir efst yfir grýtuna eða notar brauðmylsnu. Þetta er svo sett í ofninn á 180° á blæstri í um það bil 20 mín
Það gæti verið gott að setja ólívur og beikon í grýtuna líka :D
Þetta er svo borði fram með góðu fersku salati, verði ykkur að góðu
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Red Velvet" súkkulaðikaka
14.3.2012 | 14:09
Nú er að verða mánuður síðan ég setti eitthvað hérna inn síðast en ég fer nú að bæta úr því. Ég þurfti bara að prófa mig áfram í einhverju nýju og fá skemmtilegar hugmyndir áður en ég setti eitthvað meira hérna inn.
En núna ætla ég að setja inn uppskrift af "Red velvet" súkkulaðiköku, en ég fann þessa uppskrift á síðunni joyofbaking.com og setti hana inn á íslensku. Það er líka myndband á síðunni ef þið viljið sjá nákvæmlega hvernig þetta er gert.
Það sem þú þarft í botnana er:
250 gr sigtað hveiti
1/2 tsk salt
2 msk kakóduft
113 gr mjúkt alvöru smjör
300 gr sykur
2 stór egg
1 tsk vanilludropa
240 ml/1 bolla "buttermilk" (ég segi hvernig á að búa hana til neðar)
2 msk rauður matarlitur
1 tsk edik
1 tsk lyftiduft
Það hefur kannski hrætt ykkur að það er svokölluð buttermilk í uppskriftinni en það er ekkert mál að búa hana til og er hún ekkert ósvipuð venjulegri mjólk. Þú setur bara 1 msk sítrónusafa eða edik í mælimál og fyllir svo uppí 1 amerískan bolla af mjólk. Þetta lætur þú standa í um það bil 5 mínútur þannig að mjólkin yrjist aðeins en þessi blanda gerir kökuna mjúka.
þú byrjar á því að hita ofnin á 180° með blæstri þannig að hann sé alveg pottþétt vel heitur þegar deigið er tilbúið. síðan smyrð þú tvö hringlaga eða ferköntuð form með smjörlíki og setur sniðin smjörpappír í botninn. talið er upp hringlaga form sem eru 23 cm (9") í uppskriftinni en ég notaði ferköntuð álform sem eru merkt 8" (inches).
Fyrst setur þú hveitið, saltið og kakóið í skál og blandar vel saman. í aðra skál setur þú smjörið og mýkir það upp með handþeytara eða í hrærivél, síðan bætir þú sykrinum við og hrærir þar til þetta er orðið mjúkt og loftkennt. þegar þetta er tilbúið setur þú eggin í eitt í einu og síðan vanilludropunum og blandar vel saman.
Nú ertu komin með tvær blöndur í sitthvora skálina og "buttermilk" blandan ætti að vera tilbúin. Við hana bætir þú rauða matarlitnum og blandar varlega saman. farðu samt varlega með litinn vegna þess að það er erfitt að þrífa hann af.
nú er komið að því að setja allar blöndurnar varlega saman. fyrst setur þú hveitiblönduna í smjörblönduna, lítið í einu og mjólkurblönduna inn á milli. 3 sinnum hveitir og 2 sinnum mjólk. þetta er hrært smátt og smátt saman þar til þetta er vel blandað saman.
Nú er komið að því sem gerir þessa köku svo sérstaka en það er blandan af ediki og lyftidufti. Áður en þú býrð þig undir að setja þessa blöndu saman þá þarftu að vera tilbúin með sleif eða sleikju í skálinni og þarft að vera alveg eldsnögg/ur vegna þess að þegar þú setur þessi tvö efni saman myndast froða sem gerir botninn léttan. Eldsnöggt setur þú edikið útí lyftiduftið og svo beint útí deigið og blandar vel saman. síðan skiptir þú deiginu í tvennt og setur í formin, breiðir úr deiginu og setur strax í ofninn. þetta ferli þarf að gerast mjög snöggt. botnarnir eru svo bakaðir í 25-30 mín eða þar til þú getur stungið gaffli eða tannstöngli í miðjuna og hann komi hreinn upp aftur.
Síðan kælir þú botnana vel á meðan þú gerir kremið.
Það sem þú þarft í kremið er:
227 gr hreinan rjómaost
227 gr Mascarpone (mátt nota meira af venjulega rjómaostinum í staðin fyrir Mascarpone ef þú vilt)
1 tsk vanilludropa
115 gr flórsykur
360 ml rjóma
Rjómaostarnir þurfa að vera við herbergishita áður en þú byrjar. Fyrst setur þú ostana saman í skál og hrærir þá vel saman þar til þeir eru mjúkir. Síðan setur þú flórsykurinn og dropana saman við og hrærir þar til þetta er orðið mjúkt og loftkennt. Og síðast setur þú rjóman smátt og smátt saman við þessa blöndu síðan þeytir þú kremið þar til það er orðið nægilega stíft til að setja á kökuna.
Nú ættu botnarnir að vera orðnir kaldir, þú getur flýtt fyrir þér með því að setja þá í ísskápinn. En þar sem að þetta er fjögura hæða kaka þá þarf maður að vera flinkur við að skera botna. Ég setti botnanna í ísskápinn í sólahring þegar ég gerði þessa köku fyrst og áttaði mig ekki á því að botnarnir hálfféllu við það en risu svo aftur upp þegar ég setti kremið á. En gott húsráð þegar maður er að skera botna, sá það á gult.is, er að skera meðfram með hnífi, bara 2-3 cm inn. Og svo setja tvinna í raufina og draga saman.
síðan setur þú krem og botn til skiptis þar til kakan er fullhlaðin og svo setur þú krem efst og á hliðarnar. í uppskriftinni er tekið fram að það sé gott að setja kókos á kökuna sem skraut og hann myndi lítið sjást þá er annað hvort hægt að setja pínu matarlit í kremið eða lita kókosinn rauðan.
Ef þú vilt lita kókos þá er það lítið mál, þú setur bara smá vatn í skál með matarlit og setur svo slatta af kókos og veltir honum vel uppúr þessu. síðan dreifir þú þessu út á matardisk og setur í örbylgjuofninn á sirka 1 mín, stoppar, veltir honum aðeins um og svo aftur á 1 mín. Þetta kælir þú niður í ísskápnum eða frysti.
Þeir sem hafa áhuga á að sjá myndbandið sjálft geta séð það hérna:
http://www.joyofbaking.com/RedVelvetCake.html
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)