Nanaimo stykki

Þetta er held ég ítalskur eftirréttur sem ég fann á netinu. Þetta er mjög auðvelt en tekur svolítin tíma þar sem þetta er þriggjalaga og það þarf að kæla á milli.

það sem þú þarft er:

Neðsta lagið =
150 gr smjör við stofuhita
50 gr sykur
30 gr kakóduft
1 hrært egg
1 tsk vanilludropa
1 pakki haustkexx frá Graham
65 gr kókosmjöl
50 gr hakkaðar hnetur (ég notaði heslinetur)

Fyrst setur þú smjörið í pott og bræðir, en passaðu þig að taka pottinn af áður en það fer að krauma. síðan setur þú sykurinn og kakóduftið og blandar vel saman. síðan setur þú eggið smátt og smátt í pottin og hrærir vel á milli með písk. Síðan hitar þú blönduna þar til hún er orðin þykk (1-2 mín). síðan tekur þú pottinn af hitanum og setur vanilludropana útí ásamt hnetunum og kókosmjölinu. síðan mylur þú kexið niður og setur útí blönduna. þessu er svo blandað vel saman. Blandan er síðan sett í smurt mót og þrýst niður, matarplast er sett yfir og kælt í 2 tíma.

Miðjan=
50 gr smjör við stofuhita
ca. 5 matskeiðar mjólk eða rjóma
2 msk vannillubúðingsduft
230 gr flórsykur

þetta er blandað saman í hrærivél eða handþeytara. Þú byrjar á því að mýkja upp smjörið í skál með þeytara síðan setur þú restina af hráefninu útí og hrært vel. ef þér finnst blandan vera of þykk þá bætir þú bara meiri mjólk/rjóma við eftir þörfum. Þetta er svo sett yfir neðsta lagið og kælt aftur í 30 mín

Efsta lagið =
200 gr suðusúkkulaði
30 gr smjör

þú byrjar á því að hálfbræða smjörið í potti og setur svo hluta af súkkulaðinu útí og bræði saman. þetta endurtekur þú þar til þú ert búin að bræða allt súkkulaðið saman við smjörið. Farðu samt varlega með hitan og taktu pottinn oft af hellunni.
Þessu er síðan hellt yfir og dreift úr því. Þetta er síðan kælt í 10 mín eða þar til súkkulaðið er búið að harðna.

Fyrir þá sem vilja þá er myndband af því hvernig þetta er gert á þessum link:
http://www.joyofbaking.com/NanaimoBars.html

Þetta er skorið í ferninga og borið fram.

Verði ykkur að góðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Dröfn Möller

í miðjulaginu þá er þetta ráð hugsanlega gott

Fyrir þá sem vilja spara hráefnin þá er örugglega alveg jafngott að kaupa royalduft og fylgja leiðbeiningum aftan á pakkanum nema nota helming rjóma og helming mjólk og stífþeyta.

Eva Dröfn Möller, 21.3.2012 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband