Mac´n cheese með spínati og beikoni

Þar sem ég gerði fiskböku á enska vísu um daginn ákvað ég að fara til annars lands og gera Makkórónur og ost með spínati og beikoni. Mér finnst þessi réttur mjög hentugur þar sem það er hægt að nota hann bæði til að laga til í ísskápnum þegar maður heldur að maður á ekki neitt og fela grænmeti fyrir börnum með því að skera grænmetið mjög smátt en hafa góðu bitana eins og beikon í stærra lagi. Í þessari uppskrift nota ég pepperone, sveppi, beikon og spínat en hægt er að nota reykta skinku eða pylsur í staðinn fyrir beikonið og/eða bæta við grillaðri papriku og Zuccini. Eins setti ég inn uppskrift af Lasagna með ostasósu um daginn og þar sem ég geri alltaf of mikið af ostasósunni þá er ég búin að venja mig á að setja alltaf afganginn í frysti til að nota seinna, getur líka notað þá sósu ef þú átt hana.

Það sem þú þarft fyrir 4 er:

2 bolla makkórónur

10 böggla af frosnu spínati

sveppi

beikon

pepperone

25 gr smjörlíki

2-3 msk hveiti

mjólk

hálfan mexíkóost (eða þann sem þér þykir bestur)

poka rifin ost

2 hvítlauksrif

rjómaost

Smjörklípa

Þú byrjar á því að afþýða spínatið með því að leggja þá á tusku ofan í sigti, þetta getur tekið svolítin tíma. Fyrst setur þú upp vatn fyrir makkórónurnar, á meðan suðan er að koma upp þá skerð þú niður sveppina, beikonið og pepperoníið og steikir þar til það er orðið stökkt. Þú sýður makkórónurnar þannig að það sé um það bil 2 mín eftir af suðutímanum þar sem að restin gerist inní ofninum. Núna snýr þú þér að sósunni. Fyrst bræðir þú smjörlíkið þar til það hættir að snarka og setur svo hveitið út í og býrð til nokkurs konar deig. Þetta þynnir þú út með mjólk þar til það er orðið þokkalega þunnt, hugsaðu þykka súpu. Nú setur þú mexíkóostinn rifin ofaní ásamt hvítlauknum, mátt skera hann í teninga en þetta gerist hraðar með rifnum ost. Næst setur þú steikta gummsið útí sósuna með öllum safanum og vindir vatnið úr spínatinu með tuskunni þannig: spínatið er í miðjunni og tekur endana saman og snýrð í blöðru þar til allur vökvi er farin úr. Nú er gott að skipta frá sósupísk yfir í sleif þar sem spínatið flækist í písknum og erfitt er að þrífa hann. Nú er sósann nærrum því tilbúin, þú tekur pottinn af hellunni og setur tvær lúkur af rifnum osti útí og hrærir varlega þannig að það eru fallegir taumar þegar þú teygir úr sósunni. Ef þér finnst sósan bragðlaus þá er gott að setja smá klípu af krafti ef þú vilt, getur verið grænmetis eða nautakraftur.

Nú tekur þú makkórónurnar og skolar þær undir heitu vatni og lætur leka af þeim. Næst setur þú makkórónurnar á pönnu ásamt smjörklípu, þú þarft ekki hita undir þar sem hitinn frá makkarónunum bræðir smjörið. Þessu er velt vel saman og svo er sósunni ásamt öllu gumsinu hellt yfir makkórónurnar og velt varlega saman. Þessu er hellt í eldfast mót, rifnum osti dreift yfir og sett í ofn á 200° grill með blæstri. Þetta þarf mjög lítin tíma þar sem allt er fulleldað og osturinn þarf bara að verða gullinn. Mér finnst best að nota grunnt eldfast mót þannig að allir fái sem mest af osti :D

Verði ykkur að góðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nammi namm þennan ætla ég að prófa ! Takk fyrir !!

Ína Einarsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 11:58

2 Smámynd: Eva Dröfn Möller

ekkert mál, mér finnst svo gaman að gefa fólki að borða :D

Eva Dröfn Möller, 31.8.2011 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband