Chillifiskur með hrísgrjónum
27.6.2011 | 19:33
Í þessum rétti skiptir ekki máli hvort þú notar rasp eða hveiti en ef þú vilt frekar nota hveiti þá mæli ég með því að þú dýfir fiskbitanum tvisvar í bæði hveitið og eggin til skiptis. Þessi aðferð gefur þér þykkari áferð og bitarnir verða aðeins meira "crispy".
Það sem þú þarft er:
Fisk (má vera þorskur eða ýsa)
rasp/hveiti
egg
salt og pipar
Sweet chilli sauce
hrísgrjón
matarolíu
Þetta er í raun asísk útgáfa af steiktum fisk. En fyrir þá sem hafa litla reynslu í eldhúsinu og eru kannski að steikja fisk í fyrsta skiptið þá ætla ég að fara yfir þetta skref fyrir skref. Það fyrsta sem þú gerir er að setja upp vatn með saltklípu fyrir hrísgrjónin vegna þess að fiskurinn tekur styttri tíma. Á meðan þú ert að hita upp olíuna á pönnunni þá skerð þú flakið í meðalstóra bita, pískar eggin í djúpum disk og hrærir saman raspi/hveiti, salti og pipar saman á öðrum disk. Næst tekur þú þykkustu bitana fyrst og dýfir í eggið og svo raspið, ef þú ert að nota hveiti þá dýfiru í eggið svo hveitið og endurtekur þetta svo áður en fiskurinn fer á pönnuna. Þegar fiskurinn er tilbúin þá tekur þú pönnuna af hellunni en setur um leið chillisósuna yfir fiskinn. Ekki hreyfa neitt við fiskinum né sósunni þetta á bara að sitja á pönnuni þar til það kólnar. Með þessu ertu að gera sósuna að meiri chillikaramellu.
Þegar hrísgrjónin eru tilbúin þá berðu þetta á borð, ef maður er með stórt matarboð eða stórafjölskyldu og aðgang að stóru eldhúsi þá er svolítið gaman að gera vorrúllur með ásamt kjúklinganúðlum og/eða nautakjöt í ostrusósu. Þá er þetta orðið svolítið eins og take-away nema mikið ódýrari ;)
verði ykkur að góðu
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 31.8.2011 kl. 21:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.