Kjötbollusúpa

Ég ákvað í tilefni af því að veðurspáin hérna fyrir norðan er alveg hrikalega köld, að skella inn heitri súpu sem hentar í kuldanum í útilegunni í sumar.

Það sem þú þarft er:

Kjötfars

Kartöflur

Gulrætur

Rófur

Lauk

Súpujurtir

Grófmalaðan svartan pipar

Nautakraft

Vatn

Þessi uppskrift er ekki í hlutföllum vegna þess að það er bara smekksmál hvað sumir vilja mikið af hverju og þetta er spurningin um að smakka sig áfram.

Þú byrjar á því að skera allt grænmetið niður í meðalstóra bita, mér finnst best að skera þetta í munnbita. Setur þetta allt í pott með vatni og gerir litlar kjötbollur úr kjötfarsinu með teskeið. Síðast setur þú súpujurtirnar, piparinn og kraftinn í og sýður í um það bil 10 mín, fer eftir því í hversu stóra bita þú skerð grænmetið.

Verði ykkur að góðu að góða skemmtun í útilegum sumarsins :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Áhugaverð súpa, hún fer á prjóninn þessi uppskrift.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.6.2011 kl. 19:48

2 Smámynd: Eva Dröfn Möller

Takk!! Mamma var vön að gera kjötsúpu svona þegar ég var lítil og hún átti ekkert súpukjöt, notaði samt annað krydd :D

Eva Dröfn Möller, 25.6.2011 kl. 20:30

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Búinn að prófa, súpan kom á óvart.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.7.2011 kl. 20:39

4 Smámynd: Eva Dröfn Möller

gott að heyra ;)

Eva Dröfn Möller, 2.7.2011 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband