Naanborgari

Þessa uppskrift fann ég á netvafri mínu en ég man því miður ekki hvar, eins og þeir sem hafa verið að skoða bloggið mitt vita þá er ég dasskokkur sem "improvíserar". En þetta er mjög góður borgari sem er annað hvort hægt að grilla eða skella á pönnuna. ég set inn uppskrift að einum borgara og svo er hægt að margfalda með fjölda fólks í mat.

það sem þú þarft er:

200 gr hakk
1/2 tsk karrý
hvítlaukssalt/venjulegt salt
pipar
FULLT af fersku grænmeti
kalda sósu
1 Naanbrauð með hvítlauk og kóríander

Byrjaðu á því að krydda hakkið með kryddinu og blanda vel saman og mynda vænan borgara úr því. Síðan skerð þú naan brauðið í tvennt. Þetta setur þú á grillið/pönnuna. Brauðið þarf auðvitað minni tíma en kjötið. Síðan setur þú borgarann þinn saman með grænmeti og sósu eftir smekk. Ég setti léttsósu með graslauk og steinselju og smá af sætri chillisósu á minn en mango chutnay eða annars konar kaldar sósur virka líka fínt.

Ef það er afgangur af naan brauðinu þá er gott að setja það í frystinn og borða seinna með pastarétti eða sem brauðstangir. Þá hendir þú brauðinu bara í ofninn á grill í smástund og skerð niður. Ef þú vilt gera ostabrauðstangir þá er gott að sáldra bara rifnum osti yfir áður en þú grillar og dýfir svo í pítsusósu.

Verði ykkur að góður :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband