Grillaður asíukjúklingur á spjóti með steiktum hrísgrjónum og kaldri sósu

þetta er alveg rosalega góður kjúlli en það er ekki nauðsynlegt að hafa sósu með. En það er hægt að gera sína eigin kalda sósu, t.d. karrýsósuna eða chillimajónesið sem ég minntist á fyrri færslu. Einnig er fullt af góðum köldum sósum tilbúnar úr búð eins og sæt chillisósa, köld sósa með graslau svo eitthvað sé nefnt

Marinering:
hvítlaukur
engifer
salt og pipar
olía
Lamb Islandia
1 Lime

fyrir utan marineringuna þarftu:
1 pakka kjúklingalundir
hrísgrjón
ferskt eða frosið grænmeti
krydd

Það sem þú byrjar á því að gera er að undirbúa maringeringuna daginn áður og láta standa á bekknum yfir nótt. Þú setur í raun allt hráefnið í marineringunni saman nema limeið. Hlutföllinn eru olía eftir því hversu mikið þú þarft og 50/50 engifer og hvítlauk og svo dass af kryddinu. Þetta finnst mér vera nauðsynlegt vegna þess að kjúklingur þarf litla marineringu en kryddið þarf tíma til að samlagast olíunni.

ef þú hefur ekki tíma til að gera marineringuna daginn áður er líka hægt að þurrkrydda kjúklinginn. það sem ég geri er að nota kryddin: Lamb islandia, kjúklingakrydd (þetta sem er í glæru kvörninni í Bónus), pipar og hvítlaukskrydd. ég krydda báðar hliðar klukkustund áður en ég grilla lundirnar

Daginn eftir setur þú kjúklingalundirnar í maringeringu í kæli sirka 2-3 tímum áður en þú ætlar að elda þær. Næst þræðir þú 3 lundir á hvern pinna og leggur á bakka eða skurðarbretti. Næst kreistir þú limesafanum yfir pinnanna og leyfir að standa í sirka 10 mín. Nú eru pinnarnir tilbúnir á grillið.

Ég er búin að setja uppskrift af steiktum hrísgrjónum áður en ég ætla samt að láta hana fylgja með aftur hér.

það sem þú þarft er

Hrísgrjón
Fajitaskrydd/salt og kjöt og grillkrydd
frosið eða ferskt grænmeti
gular baunir

Fyrir einn poka af hrísgrjónum er nóg að setja hálft bréf af fajitas kryddi. Þú þarft að setja kryddið í vatnið fyrst og sjóða það í um það bil 5 mín áður en þú setur hrísgrjónin útí. Taktu hrísgrjónin úr vatninu þegar 3 mín eru eftir af suðutímanum. Á meðan þetta sýður þá steikiru grænmetið, ekki gulubaunirnar. þegar allt er tilbúið þá setur þú hrísgrjónin og gulu baunirnar út á pönnuna með grænmetinu og steikir í nokkrar mín.

Verði ykkur að góðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband