Fljótlegur sjávarréttur á pönnu
18.3.2012 | 20:14
Það er hægt að leika sér mikið með þennan rétt og er í raun uppskrift af 3 aðskildum réttum. Ef þú vilt fá pastarétt er hægt að hella réttinum yfir spagettí eða pastaskrúfur.Ef þú vilt frekar fá góðan fisk í ofni þá er bara að sjóða fisk í vatni með lárviðarlaufi og saltklípu og setja í eldfastmót. síðan hella pönnuréttinum yfir og dreifa rifnum osti yfir og grilla í ofni. Og síðast en ekki síst bera pönnuréttin einan og sér fram með hvítlauki eða hrísgrjónum.
Þegar ég gerði þennan rétt fyrst þá mældi ég bara kjúklingasoðið en restina dassaði ég bara útí, þetta fer bara eftir smekk. En þegar þú gerir kjúklingasoð er nóg að setja einn bolla af vatni og 1 tening kjúklingakraft í örbylgjuofn í 2 mín og leysa teninginn upp.
En það sem þú þarft er:
ca. 1 lúku niðurskornar ferskar snjóbaunir (ég kalla þetta bara baunabelgi)
ca 1 lúku niðurskorna papriku
ca, 1 lúku niðurskorna sveppi
2-4 beikonsneiðar
1 rifin hvítlauk
1 bolli kjúklingasoð
2 vænar lúkur rækjur
hálfan pakka krabbakjöt, litlu rauðu stangirnar
2 msk sítrónusafa
1/2 tsk hot sauce
Olía
salt og pipar
Hveiti
Rifin ost (má sleppa)
Fetaost (má sleppa)
Þú byrjar á því að steikja beikonið vel, gott að skera sneiðarnar niður í bita. Þegar þú ert búin að brúna beikonið þá setur þú sveppina, paprikuna og snjóbaunirnar og steikir í 1-2 mín. á meðan þetta steikist þá kryddar þú rækjurnar með salti og pipar og veltir þeim svo uppúr hveiti. síðan rífur þú hvítlaukinn niður á pönnuna og setur rækjurna út á með. þetta steikir þú bara örstutt og setur svo kjúklingasoðið, sítrónusafann og hot sauce útá. Þegar þetta er búið að malla í um það bil 1-2 mín setur þú niðurskorið krabbakjötið útá.
nú getur þú sett Fetaost út á ef þú vilt hafa sósuna þykka en það má sleppa því.
Síðan berðu þetta fram með rifnum osti og hvítlauksbrauði
Verði ykkur að góðu
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.