Partýbollur/hakkbuff (hveitilaust)
27.11.2011 | 18:49
Hakk er góður og hollur matur sem hægt er að matreiða á margan hátt ef þú hleypir bara ímyndunaraflinu lausu. Núna ætla ég að láta ykkur hafa hakkuppskrift sem er góð bæði í partýbollur eða hakkbuff. Þú þarft ekki að nota sama grænmeti og ég en uppistaðan er í raun hakk, laukur, krydd, egg og parmesanostur. Rest getur þú valið úr sjálf/ur en hafðu í huga að það þarf að skera þetta mjög smátt svo bollurnar haldist saman þegar þæt eru eldaðar. þetta er fyrir um það bil 40 bollur
Það sem þú þarft er:
um það bil 400 gr hakk (ég notaði eina rúllu af sparhakki)
hálfan lauk
1 egg
tvær góðar lúkur frostþurrkaður parmesanostur (kemur í staðin fyrir hveiti eða Ritzkex)
um það bil 18 ólífur
8 kögglar frosið spínat
2 molar af nautakjötkraft
slurk af pipar
slurk af Lamb Islandia
smá beikon
hvítlauksolía/olía og hvítlauk
Þú byrjar á því að skera laukinn, beikonið og ólífurnar mjög smátt og blanda saman við hakkið. Síðan blandaru egginu og kjötkraftinum saman í sérskál, þetta er til þess að krafturinn dreifist sem mest. síðan blandaru eggjablöndunni saman við. Ég afþýði spínatið í vatnsbaði og kreisti svo eins mikin vökva úr áður en þú blandar því saman ásamt kryddi. þetta er svo hnoðað vel saman þar til hakkdeigið heldur sér vel. Ef þú átt ekki hvítlauksolíu þá er gott að rífa hvítlauk út í hakkið líka.
Nú hnoðaru bollurnar, það er best að skola hendurnar uppúr köldu vatni áður en þú byrjar og hafðu hugfast að ýta öllu lofti úr bollunum svo þær haldi lögun sinni. raðaðu þeim svo á ofnplötu, sáldra pínu olíu/hvítlauksolíu á þær og bakaðu á 200° á blæstri í um það bil 15 mín. þegar ég gerði þetta fyrst var stærðarinnar pollur í kringum bollurnar en engar áhyggjur þetta er eðlilegt.
næst tekuru þær af plötunni og lætur kólna aðeins og eldhúsbréfi, þetta tekur mestu olíuna úr.
Þessar bollur er tilvalið að frysta ef þetta er of mikið og borða seinna. En það eru alla veganna fjórar aðferðir til þess að bera þetta fram. þú getur hitað þær upp í brúnni sósu og bera fram með spæleggi og kartöflum, hitað upp í súrsætri sósu og bera fram með hrísgrjónum, hita upp í pítsasósu og bera fram með spagettíi eða fyrir krakkana hita upp í örbylgju og bera fram með kartöflum/frönskum og tómatssósu.
verði ykkur að góðu
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.