Tortillapizza
25.10.2011 | 18:01
Ég fann þessa pizzuaðferð á youtube.com og er hún alveg tilvalin fyrir litlu krílin að gera sjálf sína eigin pizzu og líka þegar maður langar allt í einu í pizzu en hefur ekki þolinmæði né peninga til þess að panta.
Þetta er mjög einfalt og það sem þú þarft er:
1 tortillaköku (mátt hafa tvær)
pizzasósu
frostþurrkaðan parmesanost
pizzaost
það álegg sem þú vilt, þetta er samt ekki botn sem hægt er að hlaða. í mesta lagi 2-3 álegg.
Þú byrjar á því að bleyta aðra hliðina á Tortillukökunni og stráir svo vel af parmesanosti yfir blautu hliðina. Ef þú vilt hafa þykkan botn þá mæli ég með því að þú notir tvær kökur með því að setja pizzaost vel út í kantana og pizzaost, svo seturu aðra köku yfir, nokkurs konar samloka. Því næst setur þú aftur Pizzasósu á kökuna, mundu vel út í kantana annars brenna þeir. Svo álegg og ost. Þetta er bakað við 240° C með blæstri í ofninum í 6 mín, ef þú vilt hafa hana svolítið stökka þá er gott að setja grill á í sirka 2 mín eða þar til osturinn er orðin brúnn.
Fyrir mallann minn er ein kaka nóg til þess að ég verði södd en það getur verið gaman að gera margar tegundir af pítsu þegar það eru fleiri en einn í mat.
Verði ykkur að góðu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.