Chilli con carne a la Eva

Þessi uppskrift bjó ég til útfrá þáttum Rachel Ray og er búin að vera að breyta og bæta í nokkurn tíma. Þetta er mjög einföld uppskrift úr hráefni sem þú átt yfirleitt inni í ísskápnum. Þetta er fyrir um það bil 3-4

Það sem þú þarft er:

500 gr hakk, ég nota sparhakk :D

1 Lauk

1/2 Dós Hunt´s pastasósu og/eða Hunt´s BBQ sósu

Kjötkrydd

Lamb Islandia krydd

1 Dós Nýrnabaunir

Matarolía

2 rifnir hvítlauksgeirar

Þú byrjar á því að steikja hakkið með niðurskornum lauknum, hvítlauknum og matarolíu á pönnu. Þegar þú ert búin að brúna hakkið þá setur þú niðurskornar gulræturnar útá og steikir í 2-3 mín í viðbót. Nú kryddar þú hakkblönduna með þínu uppáhalds kjötkryddi og Lamb Islandia kryddinu, ég nota Season-All og kjöt og grill krydd. Nú setur þú sósuna útá ásamt smá vatni og Hot sauce, sirka 1 dl. Þegar ég á einhverja pínu slettu af pastasósu og pínu af BBQ sósu og hvorugt er nóg þá er allt í lagi að setja báðar útá. Munurinn á því að nota sitthvora sósuna er að mínu mati að Chilli-ið verður þyngra þegar þú notar BBQ sósuna. Þetta lætur þú malla í smástund, í lokin skolar þú nýrnabaunirnar og setur út á Chilli-ið og lætur malla þar til baunirnar eru orðnar heitar.

Þú þarft ekki að takmarka þig við þessa uppskrift þar sem hún er í raun bara grunnuppskrift. Það er gott að setja allskonar grænmeti í þennan rétt, ferska tómata, gular baunir, broccoli bara það sem er til í ísskápnum hjá þér. Ekki verra að gera svona góðan kvöldmat og taka til í ísskápnum í leiðinni.

Þetta ber ég svo fram með soðnum kartöflum/hrísgrjónum og ristuðu brauði með alvöru smjöri. Fyrir þá sem eiga svo afganga daginn eftir þá er hægt að nota þetta í Lasagna, hita upp með pasta/spagetti eða hita Chilli-ið og setja innan í Pítubrauð.

Verði ykkur að góðu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Umm. Hljómar vel, og ískaldur corona með...

hilmar jónsson, 18.8.2011 kl. 21:05

2 Smámynd: Eva Dröfn Möller

að sjálfsögðu!! Chilli og bjór passar eins og spönn við rass :D

Eva Dröfn Möller, 18.8.2011 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband