Royal búðingur á ýmsa vegu :D
11.8.2011 | 20:36
Hver hefur ekki farið til ömmu og afa og fengið Royal búðing með þeyttum rjóma? Þessi desert veitir mér alltaf góðar bernskuminningar. En nú hef ég sett þennan einfalda desert í nýjan búning.
Það sem þú þarft er:
1 pakki Royal búðingur
1/4 l. rjómi
1/4 l. mjólk
súkkulaðispæni eftir smekk (má sleppa)
Fyrsta aðferðin er augljóslega eins og segir á pakkanum og skella inní ísskáp í hálftíma en ég er með aðra aðferð sem hægt er að nýta á fleiri vegu.
Mér finnst persónulega súkkulaðibúðingurinn alltaf bestur en allir hafa sinn smekk :D Það sem ég geri er að byrja á því að stífþeyta rjómann og leggja hann svo til hliðar. Næst þeyti ég mjólkina og duftið saman í 2-3 mín eða þar til það er orðið þykkt. Síðan er rjómanum og búðingsblöndunni blandað varlega saman og súkkulaðispænir settur útí. Þetta er svo sett í kæli í hálftíma, þetta geri ég ekki til að láta búðingin stífna heldur til að leyfa bragðinu að koma betur fram.
Með þessari blöndu getur þú annaðhvort borðað beint úr skálinni, sett á milli í tertu eða skella þessu í frysti í sólahring og borða sem ís.
Verði ykkur að góðu :D
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.