Kjúklingur í Satay sósu með hrísgrjónum og grænmeti

Ég er mikill aðdáandi Exotic varanna sem seldar eru í Bónus vegna þess að þetta er tilbúið á pönnuna og það er ekki svona gervibragð af þessu eins og mörgum tilbúnum vörum. Ég notaði gulrætur, sveppi og baby maís en það er vel hægt að nota bara blandað frosið grænmeti. Þetta er uppskrift fyrir 2-3 manneskjur en það er ekkert mál að minnka hana fyrir 1.

Það sem þú þarft er:

2 kjúklingabringur

3 stórar gulrætur

nokkra sveppi

1 dós Baby maís

1 flösku Satay sósu frá Exotica

salt og pipar

matarolíu

Þú byrjar á því að skera kjúlingabringurnar niður í gúllas og steikja á pönnu með olíu. Því næst skerð þú grænmetið niður og setur á pönnuna með kjúklingnum og saltar með pipar og salti. Þegar þú ert búin að steikja grænmetið í um það bil 2-3 mínútur þá setur þú sósuna út á og setur hálfa flösku af vatni á móti. Mér finnst best að hafa sósuna svolítið þunna en þú þarft ekki að þynna hana. Þetta lætur þú malla í um það bil 3-5 mín.

Þetta er svo borið fram með hrísgrjónum og/eða brauði. Verði ykkur að góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband