Ferskt salsa með öllu og á allt
22.6.2011 | 00:00
Mitt nýja uppáhald núna er ferskt salsa þar sem það er einfalt að gera og passar með öllu. Hægt er að setja þetta á hamborgara, borða í stað salats með grillkjötinu eða bara með gamla góða steikta fiskinum.
Það eina sem þú þarft er:
Ferksa tómata, getur notað venjulega eða kirsuberja. What ever tickles your fancy ;)
rauðlauk
ólívuolíu, mátt nota matarolíu
salt og pipar
hot sauce /tabasco sósu (mátt sleppa)
græna papriku og/eða klettasalat (má sleppa)
Þú saxar allt mjög smátt saman í skál, reyndu að setja sem mest af vökvanum frá tómötunum í skálina með. Mælingin sem ég nota á rauðlaukinn og tómatana er ca. 1 tómatur á móti 1/2 rauðlauk, fer eftir því hvað þú vilt hafa þetta sterkt og hvað þú ert hrifin af lauk ;). Næst setur þú nokkra dropa af olíu og smá salt og pipar og hrærir vel. Nú er blandan mild eins og það er kallað, ef þú vilt hafa hana medium eða strong þá setur þú hot sauce í eftir smekk.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Mmmm spennandi =)
Svanhvít (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.