Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Kúskús-madness!!!

Afsakið hvað ég er búin að vera lengi í burtu en ekki getur maður gert nýjann rétt alla daga :D Þessi réttur er auðveldur pönnuréttur sem sparar uppvask og hægt er að dressa hann upp sem forrétt eða góðan aðalrétt í matarboði. Hlutföllin eru frjáls eins og yfirleitt í mínu tilviki og eins og alltaf NOTAÐU ÍMYNDUNARAFLIÐ!!!

Það sem þú þarft er:

kjúklingur/grísakjöt/nautakjöt/lambakjöt/rækjur og humar
kúskús (annaðhvort með bragði eða hreint)
ferskt eða frosið grænmeti
góða marineringu
Smjörklípu/ólívuolía

Þegar ég gerði þetta í fyrsta skiptið þá notaði ég grísakjöt og Caj P. grillolíu sem marineringu, en það tekur mestan tíma í þessum rétti. Það er líka í lagi að flýta fyrir sér og þurrkrydda rétt áður en þú setur það á pönnuna.

Kúskús þarf mjög litla suðu eins og þú munt sjá á pakkanum, bara láta suðu koma upp á vatninu og láta kúskúsið liggja í vatninu í 5 mín. En ef þú kaupir hreint og ókryddað kúskús þá þarftu að krydda vatnið áður en þú lætur suðuna koma upp, best er að nota kraft í þetta en líka gaman að nota eitthvað af því kryddi sem þú finnur í skápnum þínum.

En óháð því hvaða kjöt eða marineringu þú notar þá byrjar þú á því að steikja kjötið ásamt smá slettu af marineringunni á pönnu og fljótlega setur þú grænmetið á og snöggsteikir. þegar þetta er tilbúið þá setur þú smjörklípu/ólívuolíu á pönnunna og leyfir að malla í smástund sem gerir alveg frábæra sósu. Á þessum tíma ætti kúskúsið að vera tilbúið, skellir því á pönnuna og blandar öllu vel saman.

Tillögur að mismunandi kjöti og marineringu

Kjúklingur = hvítlaukur, engifer, salt, pipar og olía

Svínakjöt = Caj P. grillolía eða þurrkrydda með kryddinu Mesquite

Lambakjöt = Lamb Islandia, olía, salt, pipar og pínu karrý

Rækjur og humar = chilliolía og sítrónusafi

Nautakjöt = rósmarín, salt, pipar, olía, rifin laukur

svo er hægt að sleppa kjötinu og marinera ferskt grænmeti í olíu, Lamb islandia, salt og pipar

Ef þið berið þetta fram sem aðalrétt þá setjið þið þetta á fallegt fat og berið fram með fersku salati og brauði

Ef þetta er borið fram sem forréttur þá mæli ég með því að skera kjöt og grænmeti mjög smátt, fylla paprikur með þessu, setja rifin ost efst og grilla í ofni í smástund


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband