Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Myndavesen
31.8.2011 | 22:05
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eggjafiskur með soðnum kartöflum og rjómamaís
31.8.2011 | 21:10
Hver hefur ekki lent í því að sjóða fisk og verða seint saddur en mjög fljótlega svangur aftur. Þennan rétt smakkaði ég fyrst í mötuneytinu í Hrafnagilsskóla í "gamla" daga og þetta gerir fiskinn matmeiri.
Það sem þú þarft er:
Ýsu eða þorsk
1-2 egg
salt og pipar
mjólk
ekta smjör
frosin maís
kartöflur
matarolíu
graslauk (má sleppa)
Þú byrjar á því að sjóða kartöflurnar, á meðan að kartöflurnar eru að sjóða þá steikiru fiskinn. Fyrst hræriru eggin saman og þú getur sett salt og pipar í eggin sjálf eða krydda bara á pönnunni. Það getur verið betra að nota ommilettupönnu en þar sem ég á bara eina risastóra þá er líka hægt að gera það. Þú hellir eggjunum á pönnuna og setur fiskinn strax ofaní, raðað þétt saman. Ef þú notar stóra pönnu þá getur þú flett hálfsteiktum eggjunum yfir fiskinn en ef þetta er lítil panna þá ættu eggin að hylja fiskinn. Þegar þú ert búin að steikja í sikra 2 mín þá skerð þú í kringum fiskbitana og snýrð þeim við. Í blálokin klippiru svo smá graslauk yfir en eins og ég tók fram hér að ofan þá má sleppa því.
Næst hitar þú upp maísinn, mér finnst best að nota frosin frekar en niðursoðin vegna þess að þessi frosni bragðast eins og hann komi beint af stönglinum. Þú getur hitað maísinn upp bara í vatni en mér finnst æði að setja hann í pott með smá mjólk, vænri smjörklípu og salti. Þegar suðan er komin upp þá er hann tilbúin.
Síðan vill ekki leyfa mér að birta mynd með uppskriftinni :( en ég ætla að reyna að laga það.
Chilli con carne a la Eva
18.8.2011 | 20:14
Þessi uppskrift bjó ég til útfrá þáttum Rachel Ray og er búin að vera að breyta og bæta í nokkurn tíma. Þetta er mjög einföld uppskrift úr hráefni sem þú átt yfirleitt inni í ísskápnum. Þetta er fyrir um það bil 3-4
Það sem þú þarft er:
500 gr hakk, ég nota sparhakk :D
1 Lauk
1/2 Dós Hunt´s pastasósu og/eða Hunt´s BBQ sósu
Kjötkrydd
Lamb Islandia krydd
1 Dós Nýrnabaunir
Matarolía
2 rifnir hvítlauksgeirar
Þú byrjar á því að steikja hakkið með niðurskornum lauknum, hvítlauknum og matarolíu á pönnu. Þegar þú ert búin að brúna hakkið þá setur þú niðurskornar gulræturnar útá og steikir í 2-3 mín í viðbót. Nú kryddar þú hakkblönduna með þínu uppáhalds kjötkryddi og Lamb Islandia kryddinu, ég nota Season-All og kjöt og grill krydd. Nú setur þú sósuna útá ásamt smá vatni og Hot sauce, sirka 1 dl. Þegar ég á einhverja pínu slettu af pastasósu og pínu af BBQ sósu og hvorugt er nóg þá er allt í lagi að setja báðar útá. Munurinn á því að nota sitthvora sósuna er að mínu mati að Chilli-ið verður þyngra þegar þú notar BBQ sósuna. Þetta lætur þú malla í smástund, í lokin skolar þú nýrnabaunirnar og setur út á Chilli-ið og lætur malla þar til baunirnar eru orðnar heitar.
Þú þarft ekki að takmarka þig við þessa uppskrift þar sem hún er í raun bara grunnuppskrift. Það er gott að setja allskonar grænmeti í þennan rétt, ferska tómata, gular baunir, broccoli bara það sem er til í ísskápnum hjá þér. Ekki verra að gera svona góðan kvöldmat og taka til í ísskápnum í leiðinni.
Þetta ber ég svo fram með soðnum kartöflum/hrísgrjónum og ristuðu brauði með alvöru smjöri. Fyrir þá sem eiga svo afganga daginn eftir þá er hægt að nota þetta í Lasagna, hita upp með pasta/spagetti eða hita Chilli-ið og setja innan í Pítubrauð.
Verði ykkur að góðu!
Matur og drykkur | Breytt 31.8.2011 kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hot Wings með frönskum eða spínatsalati
18.8.2011 | 19:52
Mér hefur alltaf fundist vængirnir vanmetnasti hlutinn af kjúklingnum en ekki einungis það heldur er þetta ódýrasti hlutinn. Það er hægt að nota leggi eða einhvern annan hluta af kjúklingnum en mér finnst best að hafa vængi. Ég smakkaði þetta í fyrsta skiptið hjá Fósturmömmu minni Diddu og hef gert þennan rétt reglulega síðan. Þessi uppskrift/uppástunga er fyrir um það bil tvo
Það sem þú þarft er:
1 bakka kjúklingavængir
Hot Sauce
Kjöt og grill krydd
Pínu vatn
Þú byrjar á því að krydda vængina með kjöt og grillkryddi í eldföstumóti og setur svo vel af Hot sauce yfir, ef þú ert með börn á heimilinu getur þú sleppt því að setja hot sauce á nokkra vængi. Síðan setur þú smá vatn í eldfasta mótið, botnfylli er nóg. Síðan setur þú þetta í ofninn á 200° með blæstri í um það bil 15-20 mín. Ef þú notar leggi þarf þetta að vera í um það bil 30 mín.
Þetta ber ég fram með ofnbökuðum frönskum eða góðu spínatsalati.
Í spínatsalatið set ég ferskt spínat, gúrku, fetaost og tómata.
Royal búðingur á ýmsa vegu :D
11.8.2011 | 20:36
Hver hefur ekki farið til ömmu og afa og fengið Royal búðing með þeyttum rjóma? Þessi desert veitir mér alltaf góðar bernskuminningar. En nú hef ég sett þennan einfalda desert í nýjan búning.
Það sem þú þarft er:
1 pakki Royal búðingur
1/4 l. rjómi
1/4 l. mjólk
súkkulaðispæni eftir smekk (má sleppa)
Fyrsta aðferðin er augljóslega eins og segir á pakkanum og skella inní ísskáp í hálftíma en ég er með aðra aðferð sem hægt er að nýta á fleiri vegu.
Mér finnst persónulega súkkulaðibúðingurinn alltaf bestur en allir hafa sinn smekk :D Það sem ég geri er að byrja á því að stífþeyta rjómann og leggja hann svo til hliðar. Næst þeyti ég mjólkina og duftið saman í 2-3 mín eða þar til það er orðið þykkt. Síðan er rjómanum og búðingsblöndunni blandað varlega saman og súkkulaðispænir settur útí. Þetta er svo sett í kæli í hálftíma, þetta geri ég ekki til að láta búðingin stífna heldur til að leyfa bragðinu að koma betur fram.
Með þessari blöndu getur þú annaðhvort borðað beint úr skálinni, sett á milli í tertu eða skella þessu í frysti í sólahring og borða sem ís.
Verði ykkur að góðu :D