Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
Jólasmákökur
28.11.2011 | 16:12
Í tilefni af því að fyrsti í aðventu var í gær og ég nennti ekki að læra meira, fór ég að glugga í allar smákökuuppskriftirnar mínar. Ég ákvað að setja uppáhaldssmákökurnar mínar hérna inn svo fleiri geti notið þess.
Sörur/franskar súkkulaðikökur
3 eggjahvítur
200gr fínt malaðar möndlur
3 1/4 dl sigtaður flórsykur
Krem:
3/4 dl sykur
3/4 dl vatn
3 eggjarauður
150 gr smjör
1 msk kakó
1 tsk kaffiduft
um það bil 250 gr hjúpsúkkulaði
Fyrst stífþeyttiru eggjahvíturnar. Hluta af sykrinum stráð saman smám saman út í og þeytt vel á milli. Afganginum af sykrinum, ca. helmingurinn, er blandað saman við möndlurnar og því svo hrært varlega saman við hvíturnar. Sett með teskeið á bökunarpappír og bakað við 180°C í um það bil 15 mín, eða lengri tíma með lægri hita. Kökurnar eru látnar kólna vel áður en kremið er sett á. Mér finnst gott að taka tvo daga í þetta, geri kökurnar einn daginn og geri svo kremið og set hjúpinn á daginn eftir.
Svo gerir þú kremið. Vatn og sykur er soðið saman í síróp, það tekur um það bil 8-10 mín. Þeytið eggjarauðurnar þar til þær eru kremgular og þykkar og hellið þá sírópinu í mjórri bunu út í og þeytið á meðan. Þetta er látið kólna. Síðan er mjúku smjöri hrært saman smátt og smátt, þeytt vel á milli. nú er kakói og kaffi hrært út í, gott að leysa kaffið upp í örlitlu vatni, ca. 1 msk.
Setjið nú þykkt lag af kremi neðan á kökurnar og dýfið kremhliðinni í bráðið súkkulaði. Hjúpsúkkulaði er brætt í vatnsbaði, örbygljuofni eða, uppáhaldið mitt, með hárblásara. Gott getur verið að frysta kökurnar áður en þú setur hjúpinn á og geyma þær í frysti og taka þær fram þegar gesti bera að garði af því að kremið hefur takmarkað geymsluþol.
Karamellukökur (ca. 40 kökur)
100 gr mjúkt smjör
3/4 dl sykur
1 msk vanilludropar eða vanillusykur
2 msk síróp
3 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
Þetta setur þú allt saman í skal og hrærir varlega saman. Deigið hnoðaru svo í einn kubb og pakkar inní matarfilmu. Nú er komið að því að láta þetta standa í 2 tíma í ísskáp eða þar til deigið er búið að stífna aðeins. Þessu er svo rúllað upp í lengjur, skorið niður og þrýsta gaffli á bitana til að fá munstur. Kökurnar eru svo bakaðar við 175°C með blæstri í ca. 10 mín eða þar til þær verða gullnar.
Ég hef alltaf stoppað hérna en í ár er ég að hugsa um að splæsa í 70% súkkulaði og annaðhvort dreifa með lítilli bunu yfir allar kökurnar eða hjúpa helminginn af hverri smáköku.
Hnetusmjörskökur (ca.60 stk)
1 bolli hnetusmjör með bitum
1,5 bolli púðusykur
100 gr mjúkt smjörlíki
2 bollar haframjöl
3/4 bolli sykur
1/8 bolli vatn
1,5 bolli hveiti
100 gr suðusúkkulaði
1 egg
1 1/4 tsk vanilludropa
1,5 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
Þú þeytir saman hnetusmjör, púðursykur, smjörlíki og sykri saman þar til blandan er orðin kremkennd. Bætið eggi og vanilludropum við. Öllu hinu hráefninu er svo blandað saman í sérskál. nú blandaru báðum blöndum smátt og smátt saman.
Gott er að bæta við þurrkuðum ávöxtum saman við þurrefnin ef þú vilt. Gott er að notast við matskeið þegar þú setur deigið á smjörpappírinn, þetta er svo bakað við 165°C með blæstri í sirka 15 mín.
Ég veit að mælieiningarnar eru svolítið leiðinlegar en það er mjög sniðugt að fletta upp mælieiningum eins og "dl to cup conversion table" á google og þá finnuru sjálfvirka reiknivél sem reiknar þetta út fyrir þig.
Spesíur/bóndakökur (ca. 50 kökur)
1/2 bolli mjúkt smjörlíki
1/2 bolli sykur
1/2 bolli púðusykur
1 egg
1 1/2 hveiti
1/2 bolli kókosmjöl
1/2 tsk natron
1/4 tsk natron
200 gr súkkulaðidropar
Þetta er allt sett saman í skál, fyrir utan súkkulaðidropana, og hrært og hnoðað vel saman. Þessu er svo rúllað upp í eina lengju og skorið niður í litlar medalíur, einn súkkulaðidropi er settur á hverja köku og svo bakað við 175°C með blæstri í ca. 10 mín.
Þegar ég var að fletta í gegnum uppskriftirnar mínar þá rak ég augun í gamla uppskrift af eggjamjólk og hélt það væri gaman að hafa hana hérna í lokin.
Eggjamjólk
1 1/4 l. mjólk
2 msk hveiti
2 egg
2 msk sykur
vanilludropar
Þú tekur hluta af mjólkinni og hitar upp, heldur eftir um það bil 2 dl, þegar mjólkin er farin að sjóða þá blandaru saman 2 dl af mjólk og 2 msk hveiti vel og setur út í heita mjólkina og sýður smástund. Eggin og sykurinn er þeytt vel saman þar til kremgult, heitu mjólkinni er hellt í mjórri bunu út á eggin og þeytt vel á milli. Í lokin er vanilludropum bætt úti, smakkaðu þetta bara til þar til mjólkin er orðin eins og þú vilt hafa hana, og svo er þetta borið fram strax.
Svo set ég inn hugmyndir af jólakonfekti vonandi fljótlega, hafið það gott á aðventunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Partýbollur/hakkbuff (hveitilaust)
27.11.2011 | 18:49
Hakk er góður og hollur matur sem hægt er að matreiða á margan hátt ef þú hleypir bara ímyndunaraflinu lausu. Núna ætla ég að láta ykkur hafa hakkuppskrift sem er góð bæði í partýbollur eða hakkbuff. Þú þarft ekki að nota sama grænmeti og ég en uppistaðan er í raun hakk, laukur, krydd, egg og parmesanostur. Rest getur þú valið úr sjálf/ur en hafðu í huga að það þarf að skera þetta mjög smátt svo bollurnar haldist saman þegar þæt eru eldaðar. þetta er fyrir um það bil 40 bollur
Það sem þú þarft er:
um það bil 400 gr hakk (ég notaði eina rúllu af sparhakki)
hálfan lauk
1 egg
tvær góðar lúkur frostþurrkaður parmesanostur (kemur í staðin fyrir hveiti eða Ritzkex)
um það bil 18 ólífur
8 kögglar frosið spínat
2 molar af nautakjötkraft
slurk af pipar
slurk af Lamb Islandia
smá beikon
hvítlauksolía/olía og hvítlauk
Þú byrjar á því að skera laukinn, beikonið og ólífurnar mjög smátt og blanda saman við hakkið. Síðan blandaru egginu og kjötkraftinum saman í sérskál, þetta er til þess að krafturinn dreifist sem mest. síðan blandaru eggjablöndunni saman við. Ég afþýði spínatið í vatnsbaði og kreisti svo eins mikin vökva úr áður en þú blandar því saman ásamt kryddi. þetta er svo hnoðað vel saman þar til hakkdeigið heldur sér vel. Ef þú átt ekki hvítlauksolíu þá er gott að rífa hvítlauk út í hakkið líka.
Nú hnoðaru bollurnar, það er best að skola hendurnar uppúr köldu vatni áður en þú byrjar og hafðu hugfast að ýta öllu lofti úr bollunum svo þær haldi lögun sinni. raðaðu þeim svo á ofnplötu, sáldra pínu olíu/hvítlauksolíu á þær og bakaðu á 200° á blæstri í um það bil 15 mín. þegar ég gerði þetta fyrst var stærðarinnar pollur í kringum bollurnar en engar áhyggjur þetta er eðlilegt.
næst tekuru þær af plötunni og lætur kólna aðeins og eldhúsbréfi, þetta tekur mestu olíuna úr.
Þessar bollur er tilvalið að frysta ef þetta er of mikið og borða seinna. En það eru alla veganna fjórar aðferðir til þess að bera þetta fram. þú getur hitað þær upp í brúnni sósu og bera fram með spæleggi og kartöflum, hitað upp í súrsætri sósu og bera fram með hrísgrjónum, hita upp í pítsasósu og bera fram með spagettíi eða fyrir krakkana hita upp í örbylgju og bera fram með kartöflum/frönskum og tómatssósu.
verði ykkur að góðu