Auðveldur hrísgrjónaréttur á pönnu

í þessari uppskrift þarftu að láta tilfinningu ráða varðandi hlutföll en hægt er að miða við 2 kjúklingalundir eða 1 bringu á mann og það er sirka 1 hrísgrjónapoka fyrir 2.

Það sem þú þarft er:

Kjúklingalundir/kjúklingabringur
Hrísgrjón
Rauða papriku
Sæta kartöflu
Maís (helst frosin)
Beikon
smjör eða olíu
karrý
Kjöt og grillkrydd
salt og pipar
kjúklingagrillkrydd

Fyrst setur þú upp hrísgrjónin og lætur sjóða á meðan þú steikir allt gúmmelaðið á pönnu. Fyrst setur þú smá olíu á pönnuna og steikir beikonið og kjúklinginn og kryddar með kjúklingagrillkryddi. Um leið og kjúklingurinn er búin að lokast þá setur þú sætu kartöflurnar út á niðurskornar í litla bita.
Þegar þetta er svo búið að steikjast aðeins þá setur þú annað hvort góðan slurk af olíu eða smjörklípu ásamt maísnum og paprikunni. Nú lækkar þú hitann um sirka helming og kryddar með salti og pipar. Þessu leyfir þú svo að malla í sirka 3-4 mín og hrærir reglulega svo smjörið brenni ekki.

Í lokin setur þú hrísgrjónin ofan á allt gumsið og dreifir aðeins úr þeim, ekki hræra, og kryddar með smá karrý og kjöt og grillkryddi. Nú slekkur þú undir og veltir öllu vel saman og berð fram með sýrðum rjóma eða góðri kaldri sósu. Mér finnst það samt óþarfi vegna þess að þegar þú lætur allt malla í smástund ertu að sameina bragðið af kjúllanum, kryddinu og grænmetinu sem fer svo utanum hvert einasta hrísgrjón.

Verði ykkur að góðu :D


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband