Salsakjúlli í ofni

Verið óhrædd við að nota það sem er til í ísskápnum í þennan rétt en það er gott að vera með viðmið þegar maður er að gera svona ofnrétt. Ég notaði svona hringlóttan ofnpott úr gleri og þá smellpassar rétturinn.

Það sem þú þarft er:

1 ferskur tómatur
4-6 kjúllalundir eða 2--3 bringur
1 hvítlaukur
2-300 gr sveppir
5-6 beikonsneiðar
1-2 krukkur salsa
Hot sauce (má sleppa)
Rifin ost
Gular baunir
1 poka hrísgrjón eða baunadýfu
3 tortillakökur
1 lauk (bara fyrir þá sem elska lauk)
Salt
Lamb islandia
Uppáhalds kjúklingakryddið
2-3 msk rjómaostur (má sleppa)

Þú byrjar á því að steikja kjúkling, sveppi, beikon, hvítlauk og lauk á pönnu og krydda og í lokin setur þú maísinn og hitar hann aðeins áður en þú setur salsað útá. Fyrir þá sem vilja hafa réttinn svolítið creamy geta notað rjómaost og þá minna af salsa í staðin. Hægt er að gera sósuna aðeins sterkari með því að bæta við hot sauce í grýtuna, þetta er látið malla í smástund.

Á meðan þú gerir þetta sýður þú hrísgrjónin. Nú þegar allt er tilbúið er komið að því að raða í ofnfatið. Fyrst smyrðu fatið vel með smjörlíki eða smjör og setur fyrstu tortillakökuna ofaní, síðan vel af baunadýfu eða hrísgrjónum og ofan á það fer grýtan og rifin ostur. Þetta gerir þú aftur og í lokin endar þú á því að setja Tortillu efst, sneiðir tómatinn niður og leggur með millibili ofan á tortilluna. Síðan saltar þú tómatinn lítillega ásamt lamb islandia kryddi. Í blálokin setur þú vel af rifnum osti yfir allt saman og setur í ofninn á grill, rétturinn er tilbúin þegar osturinn er orðin gulbrúnn.

Þetta er svo borið fram með fersku salati


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband