Grillaðir kjuklingaleggir kryddaðir inn að beini með sveppahrísgrjónum

ég sá á annarri uppskriftasíðu allskonar.is þar sem kjúklingaleggir voru hamflettir og marineraðir svoleiðis og ákvað að prófa það með mína útgáfu af marineringu.

það sem þú þarft er:

1 bakki kjúklingaleggir
ca. 1/4 olía
slurk af kryddi
smá þurrkað chilli
lamb islandia
sítrónupipar
Mesquite
slurk af sítrónusafa
1 poka hrísgrjón
1 tening sveppakraft
ca. 1 líter af vatni
ca. 2 tsk fajitaskrydd
slurk af þurrkuðum graslauk

það sem tekur mestan tíma er marineringin en það þarf að hafa leggina í marineringunni yfir nótt. þú byrjar á því að hamfletta leggina með því að stinga vísifingri á milli skins og vöðva og toga á milli. togar skinnið niður eins langt og þú kemst og skerð svo tætlurnar frá. síðan skerðu 2-3 rákir inn að beini á tvær hliðar á leggnum og leggur í marineringu. þetta leyfir marineringunni að komast betur að kjötinu og færð gott kryddbragð af öllu kjötinu en ekki bara að utan. þegar þú gerir maringeringuna er voðalega gott að blanda henni vel saman áður en þú hellir yfir leggina. ef marineringin nær ekki að hylja leggina fullkomlega er gott að snúa þeim þegar helmingur tímans er búin af marineringunni.

þegar leggirnir eru búnir að marinerast vel er hægt að annaðhvort grilla þá eða steikja á pönnu og setja í ofn, ég kýs að grilla þá. þegar maður grillar kjúkling þá þarf hann að hafa svolítið góðan tíma á grillinu en brennist auðveldlega. það sem ég geri er að brúna leggina vel á grindinni og set þá svo á efri grindina í sirka 5-10 mín með lokað grillið. þannig færðu fallega brúna leggi en fulleldaða.

á meðan þú ert að grilla leggina þá er gott að sjóða hrísgrjónin. vatni, sveppakrafti og fajitaskryddið er sett í pottinn ásamt 1 poka af hrísgrjónum, ef þú þarft meiri hrísgrjón er hægt að bæti örðum við en þá þarftu aðeins meira vatn og krydd. mér finnst alltaf best að láta suðuna koma upp með kryddinu og smakka soðið áður en ég set pokan ofaní. bragðið sem á að koma er vægt sveppabragð ásamt pínu "kicki" frá fajitaskryddinu. Ef þú fær þannig bragð þegar þú smakkast eru með hlutföllin rétt. þegar hrísgrjónin eru soðin setur þú þau í skál og blandar saman slurki af þurrkuðum graslauk og lætur standa í smástund.

þetta er svo borið fram saman, jafnvel með fersku salati líka.

Verði ykkur að góðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband