Kjúklingapæ í ofni

Þar sem mig var bókstaflega farið að þyrsta í nýjar uppskriftir þá fór ég á náðir internetsins og leitaði að margvíslegum tegundum rétta, þar til ég rambaði inná síðu sem er tileinkuð suðurríkjaeldamennsku. Þar fann ég girnilega kjúklingagrýtu sem ég ákvað að setja saman sem kjúklingapæ, kemur frá réttinum spagettípæ. Vegna þessarar samsetningar er hægt að nota þessa uppskrift á tvenna vegu; annaðhvort að setja spagettí neðst í eldfast mót, grýtuna yfir og svo rifin ost eða setja hrísgrjón útí grýtuna setja í smurt eldfast mót og svo brauðteninga eða mylsnu yfir.

Ég veit að þetta er svolítið stór uppskrift en það er líka hægt að minnka kjúklingamagnið en gera sósuna samkvæmt uppskrift þar sem að þetta er ekkert rosalega dýrt hráefni.

Það sem þú þarft er:

3 kjúklingabringur
1 dós 5% sýrður rjómi, 180 gr
1 dós rjómakjúklingasúpa frá Campell
1 dós Hunt´s tómatar í bitum með basil, oregano og hvítlauk
1 lítill laukur
svipað magn sveppir, í samræmi við laukinn
salt og pipar
Lamb islandia krydd
hvítlaukssmjör, spagettí og rifin ost eða
hrísgrjón og brauðmylsna/brauðteningar
Olía til steikingar
pínu Cayenne pipar fyrir þá sem vilja hafa þetta sterkt

Fyrst byrjar þú á því að hita upp vatn með pínu salti í potti fyrir spagettíið/hrísgrjónin og hita upp pönnu með smá olíu á.
Næst setur þú smátt skorin laukinn og gróft skorna sveppina á pönnuna og steikir þar til blandan er orðin glær og mjúk. Þetta tekur þú af pönnunni og setur í stóra skál, setur meira í hana síðar. Síðan brytjar þú kjúklingabringurnar í grófa bita og steikir þar til gullinbrúnt á pönnunni, setur meiri olíu ef þarf. Þetta kryddar þú með salti og pipar og tekur frá í litla skál.

Næst tekur þú kjúklingasúpuna, sýrða rjómann og Lamb islandia kryddið og setur í stóru skálina með lauknum og sveppunum og blandar vel saman. Svo fylgir kjúklingurinn og tómatarnir, með safanum, eftir það og blandar varlega saman. Fyrir þá sem vilja hafa þetta sterkt setja smá Cayenne pipar í lokin og blanda saman

Nú er grýtan tilbúin og þá fer eftir því hvort þú ætlar að gera ofnréttinn með hrísgrjónum eða spagettí

Með spagettíi:
Spagettíið ætti að vera tilbúið núna en þú þarft að passa að fullsjóða það ekki þar sem það fer í ofninn og heldur áfram að eldast þar. skildu eftir um það bil 2-3 mín eftir af suðutímanum. Svo sigtar þú vatnið frá og veltir spagettíinu uppúr hvítlaukssmjöri og Lamb islandia kryddi og setur á botninn á eldföstu móti. Gott er að mæla hversu mikil af spagettíinu þú vilt hafa í mótinu, miðaðu við helming á móti grýtunni. Síðan setur þú grýtuna yfir ásamt rifnum osti efst og setur í ofninn á 180° á blæstri í um það bil 20 mín.

Með hrísgrjónum
Nú ættir þú að vera búin að sjóða hrísgrjónin og það gildir það sama og um spagettíið, ekki fullsjóða. síðan setur þú hrísgrjónin útá grýtuna og blandar varlega saman við. Næst setur þú grýtuna í smurt eldfast mót og annað hvort skerð þú nokkrar brauðsneiðar í litla bita, skerð skorpuna af, og dreifir efst yfir grýtuna eða notar brauðmylsnu. Þetta er svo sett í ofninn á 180° á blæstri í um það bil 20 mín

Það gæti verið gott að setja ólívur og beikon í grýtuna líka :D

Þetta er svo borði fram með góðu fersku salati, verði ykkur að góðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband