Núðlueggjakaka
16.2.2012 | 17:45
Þessi réttur er klæðskerasniðin að fátæka námsmanninum vegna þess að það eina sem þarf að vera til í þetta eru skyndinúðlur, egg, eitthvað krydd og rifin ostur restin er bara eitthvað sem þú finnur í ísskápnum.
Þegar ég gerði þetta fyrst notaði ég omilettupönnu en þeir sem eiga ekki svoleiðispönnu geta mögulega notað smurt eldfast mót.
Það sem ég notaði þegar ég gerði þetta fyrst var:
1 pakki skyndinúðlur
2 meðalstór egg
Beikon
Paprika
Rifin ostur
Kjöt og grillkrydd
Lamb islandia
Þú byrjar á því að sjóða núðlurnar og steikja beikonið. Á meðan þú bíður þá hræriðu eggjunum saman í skál og setur núðlurnar og beikonið út í og blandar vel saman. Hræran er svo sett á eldheita omilettupönnuna eða eldfast mót og dreift vel útí kantana. Þessu leyfir þú að steikjast í svona 2 mín. Á meðan þú bíður þá skerð þú paprikuna í litla bita og dreifir yfir hræruna ásamt kryddinu. Svo setur þú rifin ost yfir þetta allt saman.
Að lokum setti ég pönnuna inn í ofn á 200° með blæstri og grilli í um það bil 3-5 mín fer eftir þykktinni á omilettunni. Borið fram eitt og sér eða með góðu salati.
Þetta er geggjaður léttur hádegismatur eða gott snarl eftir djamm, ef maður vill hafa þetta djúsí þá er hægt að borða þetta með einhverri kaldri sósu.
Verði ykkur að góðu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.