Random brauð, já ég ætla að kalla brauðið þetta hihihi
3.2.2012 | 19:40
Ég var ekki viss hvað í ósköpunum ég átti að kalla þetta snilldarbrauð þar sem það er sitt lítið af hverju í þessu brauði og hægt að hafa það eftir sínu eigin höfði eða innihaldi ísskápsins. Ég ætla ekki að setja inn gerdeigsuppskrift þar sem ég mæli allt með auganu þegar ég geri mitt og hef ekki hugmynd um mælieiningarnar í þessu en hvaða uppskrift hentar.
Það sem þú þarft í brauðið er:
Ger/spelt/heilhveiti deig
Rifin ostur
hvítlaukur
Kóríander
ólívur
Þú byrjar á því að setja allt þurrefni í skál ásamt ostinum, hvítlauknum, kóríander og ólífum og hrærir öllu vel saman. þetta gerir þú til þess að koma í veg fyrir að kryddið og osturinn klístrist saman. svo fara blautefnin útí og hrært í deig.
Því næst mótar þú deigið eins og þú vilt hafa það og lætur hevast....hefast (hef ekki hugmynd hvernig ég á að skrifa þetta orð). Gott ráð fyrir hevingu er að ef þú átt þurrkara þá er það fullkomin tími til að þurrka. Ég set yfirleitt viskastykki yfir brauðið og geymi inni í þvottahúsi í hálftíma á meðan þurrkarinn er í gangi. þurrkarinn myndar fullkomið umhverfi fyrir gerið, hita og raka :D
Hugmyndir fyrir brauðið:
Þú getur annað hvort gert bollur eða snittubrauð úr því og haft með súpu. haft deigið í heilu lagi og notað sem samlokubrauð. Eða fletja brauðið út, setja hvítlauksolíu og rifin ost og nota sem öðruvísi hvítlauksbrauð. Eða gera fyllta brauðhleifa sem heila máltíð
Hugmynd af fyllingu:
Frosið/ferskt spínat
steikt beikon
Sveppasmurostur
paprika
Harðsoðin egg
rifin pepperoneostur
Ef þú notar frosið spínat er nauðsynlegt að afþýða það og kreista vökvann vel úr áður en þú setur á útflatt deigið. Þegar þú ert búin að raða fyllingunni á þá leggur þú deigið yfir þannig að endarnir fari undir botninn og þéttir vel.
Verið óhrædd við að prófa allskonar fyllingar, þess vegna taka út allt sem er til í ísskápnum og setja inní deigið.
Verði ykkur að góðu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.