Kjúklingasúpa fyrir sjúklinga
19.10.2011 | 20:13
Nú er ég búin að liggja í haustflensunni í 5 daga og farin að þrá að komast út á meðal fólks. Ég er búin að fá nóg og tók málið í eigin hendur, vippaði fram nornapottinum staðráðin í að búa mér til gott seyði til að hrekja þessa flensu í burtu. Nú veit ég ekki um læknamátt súpunnar góðu þar sem ég var bara að sporðrenna henni á methraða en ég krossa fingur að hún þjóni sínu hlutverki.
Þetta er þægileg súpa en sterk, ef þér finnst hún of sterk þá er ekkert mál að setja meira vatn og smakka hana til. Það sem þú þarft er:
olía
1 kjúklingabringu
hálfan rauðlauk
1 hvítlauk
2 tsk raspað ferskt engifer
1-2 gulrætur
sellerí
7 bolla vatn
2 teninga kjúklingakraft
1 tening sveppakraft
1 tening grænmetiskraft
spagettí (má sleppa)
1 tsk karrý (má sleppa)
hot sauce/tabasco sósa
Þú byrjar á því að steikja laukinn, gulræturnar, selleríið og kjúklinginn uppúr olíu í stórum potti. Síðan setur þú engifer og hvítlauk útí og hitar lítillega með eða þar til þú finnur ilminn stíga upp. Því næst setur þú vatnið, kraftinn, hot sauce og karrý í pottinn. Þegar suðan er komin upp og er búin að haldast í um það bil 5 mín þá setur þú brotið spagettí í súpuna og síður í 10 mín í viðbót. Hvort sem þú ákveður að sleppa spagettíinu eða ekki þá er gott að setja meira/annað grænmeti í súpuna, t.d. brokkoli eða sætar kartöflur.
En ég get vottað það hér með að þessi súpa losar um kvef á "no time" hihihi
Verði ykkur að góðu og vonandi þurfið þið ekki að elda þessa súpu vegna veikinda heldur einungis ánægju og yndisauka :D
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.