Kókossveppasúpa

Þú getur notað eitthvað annað en léttmjólk og smjör í þessa uppskrift en mér finnst það best, ég set uppástungur inní. En þessi uppskrift er fyrir tvo. Þér á kannski eftir að finnast þetta lítið fyrir tvo en hún er mjög saðsöm og góð.

Það sem þú þarft er:

Sveppir (mátt sleppa)

2 bita sveppakraft

svartur pipar

1 litla dós af kókósmjólk

smjör/matarolíu/smjörlíki/kókosolíu

léttmjókl/vatn (ef þú notar vatn þá verður hún hins vegar ekki eins saðsöm)

3-4 msk hveiti

Þú byrjar á því að smjörsteika sveppina og í lokin setur þú aukasmjörklípu, samtals sirka 25gr. Síðan setur þú hveitið útí og hrærir saman í smá deig og leyfir því að bulla smá í pottinum. Síðan setur þú kókosmjólkina útí ásamt smáslettu af léttmjólkinni. Þetta er allt hrært vel saman. Síðan setur þú kraftinn og piparinn útí. Piparinn er settur eftir smekk og eins með léttmjólkina, það fer bara eftir því hversu sterka súpu þú vilt og hversu þykka þú vilt hafa hana.

Þetta ber ég svo fram með ostasnittubrauði eða bara þurrum venjulegum  brauðsneiðum.

verði ykkur að góðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband