Eggjafiskur með soðnum kartöflum og rjómamaís
31.8.2011 | 21:10
Hver hefur ekki lent í því að sjóða fisk og verða seint saddur en mjög fljótlega svangur aftur. Þennan rétt smakkaði ég fyrst í mötuneytinu í Hrafnagilsskóla í "gamla" daga og þetta gerir fiskinn matmeiri.
Það sem þú þarft er:
Ýsu eða þorsk
1-2 egg
salt og pipar
mjólk
ekta smjör
frosin maís
kartöflur
matarolíu
graslauk (má sleppa)
Þú byrjar á því að sjóða kartöflurnar, á meðan að kartöflurnar eru að sjóða þá steikiru fiskinn. Fyrst hræriru eggin saman og þú getur sett salt og pipar í eggin sjálf eða krydda bara á pönnunni. Það getur verið betra að nota ommilettupönnu en þar sem ég á bara eina risastóra þá er líka hægt að gera það. Þú hellir eggjunum á pönnuna og setur fiskinn strax ofaní, raðað þétt saman. Ef þú notar stóra pönnu þá getur þú flett hálfsteiktum eggjunum yfir fiskinn en ef þetta er lítil panna þá ættu eggin að hylja fiskinn. Þegar þú ert búin að steikja í sikra 2 mín þá skerð þú í kringum fiskbitana og snýrð þeim við. Í blálokin klippiru svo smá graslauk yfir en eins og ég tók fram hér að ofan þá má sleppa því.
Næst hitar þú upp maísinn, mér finnst best að nota frosin frekar en niðursoðin vegna þess að þessi frosni bragðast eins og hann komi beint af stönglinum. Þú getur hitað maísinn upp bara í vatni en mér finnst æði að setja hann í pott með smá mjólk, vænri smjörklípu og salti. Þegar suðan er komin upp þá er hann tilbúin.
Síðan vill ekki leyfa mér að birta mynd með uppskriftinni :( en ég ætla að reyna að laga það.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.