Hot Wings með frönskum eða spínatsalati
18.8.2011 | 19:52
Mér hefur alltaf fundist vængirnir vanmetnasti hlutinn af kjúklingnum en ekki einungis það heldur er þetta ódýrasti hlutinn. Það er hægt að nota leggi eða einhvern annan hluta af kjúklingnum en mér finnst best að hafa vængi. Ég smakkaði þetta í fyrsta skiptið hjá Fósturmömmu minni Diddu og hef gert þennan rétt reglulega síðan. Þessi uppskrift/uppástunga er fyrir um það bil tvo
Það sem þú þarft er:
1 bakka kjúklingavængir
Hot Sauce
Kjöt og grill krydd
Pínu vatn
Þú byrjar á því að krydda vængina með kjöt og grillkryddi í eldföstumóti og setur svo vel af Hot sauce yfir, ef þú ert með börn á heimilinu getur þú sleppt því að setja hot sauce á nokkra vængi. Síðan setur þú smá vatn í eldfasta mótið, botnfylli er nóg. Síðan setur þú þetta í ofninn á 200° með blæstri í um það bil 15-20 mín. Ef þú notar leggi þarf þetta að vera í um það bil 30 mín.
Þetta ber ég fram með ofnbökuðum frönskum eða góðu spínatsalati.
Í spínatsalatið set ég ferskt spínat, gúrku, fetaost og tómata.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.