Kjúklingur með sólþurrkuðum tómötum, papriku og feta osti

Þessi réttur er æðislegur og auðvelt að búa til. Upprunalegu uppskriftina smakkaði ég fyrst hjá vinkonu minni Önnu Lilju en ég setti mitt merki á hana og breytti henni aðeins ;)

Það sem þú þarft fyrir 2-3 manneskjur er:

2 kjúklingabringur

1 dós smurost með sólþurrkuðum tómötum

2 matskeiðar mjólk/rjóma

1 tsk grænt pestó

Feta ost

1 rauða papriku

Nokkra Sólþurrkaða tómata (má sleppa)

nokkrar ferskjur (má sleppa)

3 matskeiðar hreinan rjómaost

uppáhalds kjúklingakryddið þitt, mér finnst kjúklingakryddið frá Santa Maria alltaf best

 Þú byrjar á því að skera bringurnar niður í munnstóra bita og steikja upp úr olíunni af fetaostinum og kryddar. Síðan setur þú paprikuna á og rétt lætur hana svitna, hún má ekki verða lin, ásamt tómötunum. Ég geri sósuna á sömu pönnu með öllu gummsinu með því að setja smurostinn, rjómaostinn og vökvan saman og bræða saman. í lokin setur þú pestóið á  ásamt ferskjunum, á þessum tímapunkti er ég búin að taka pönnuna af hellunni og þarf ekkert að hita meira upp.

Þetta er síðan sett á disk ásamt hrísgrjónum og Feta osti dreift yfir og borði fram með hvítlauksbrauði.

Ég setti mynd inn að neðan, bara smella á iconið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband