Nautakjöt með ostrusósu og hrísgrjónum

Þetta er ekki beint uppskrift, frekar hugmynd að kvöldmat þar sem hráefnið er allt tilbúið fyrir þig. Þetta þýðir bara góður matur sem allir geta gert, meira að segja hamfarakokkarnir :)

þú þarft ekki að nota nautakjöt í þetta, þú getur notað kjúkling, svínakjöt, lambakjöt eða hrefnukjöt.

það sem þú þarft er:

pakki af nautagúllasi, 300-400 gr

1-2 laukur

1 dós Baby Corn

2 flösku ostrusósu

olía

salt og pipar

Þú byrjar á því að skera gúllasið í sneiðar, mér finnst persónulega gúllas alltaf koma í svo stórum bitum, þetta er réttur þar sem allt er í munnbitastærðum. Þú þarft að hita pönnuna vel með olíu á þar sem að kjötið á að snöggsteikjast, rétt brúnast, og svo krydda með salti og mikið af pipar. Næst er að skera maisinn og laukinn gróflega og svo beint á pönnuna en þú mátt bara rétt hita það upp svo það verði ekki ofeldað. Næst setur þú alla ostrusósuna út á pönnuna og fyllir aðra flöskuna af vatni þannig að hægt sé að þrífa hana en um leið þynna út sósuna. Leyfðu þessu að sjóða í 2-3 mín og taka svo af hellunni.

Þetta er svo borið fram með hrísgrjónum. Ég setti inn mynd af réttinum fullkláruðum, bara smella á iconið hér að neðan :)

verði ykkur að góðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Namm namm, verð að gera mér svona :)

freyja (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband